Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2014 08:30 Fyrirhuguð staðsetning kísilvers Thorsil er á lóð sem búið var að úthluta til annars fyrirtækis. Vísir/GVA Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chemicals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst. Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipulagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönnum Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. „Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemicals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atlantic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fundur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Hann telur að nú sé ákveðin stígandi í málefnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chemicals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst. Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipulagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönnum Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. „Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemicals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atlantic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fundur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Hann telur að nú sé ákveðin stígandi í málefnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira