Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Deilur um lóðaúthlutanir fyrirhugaðrar uppbyggingar í Helguvík verða leiddar til lykta í dómssal. Atlantic Green Chemicals (AGC) hafa stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðar í Helguvík. Vilja forsvarsmenn Atlantic Green að viðurkennd verði með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík til fyrirtækisins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Upphaf málsins má rekja til ágústmánaðar árið 2011 þegar AGC sótti um, og fékk vilyrði, fyrir lóð í Helguvík og hóf vinnu við umhverfismat. Í frummatsskýrslu kísilvers Thorsil ehf. frá því í fyrrahaust kemur í ljós að kísilverið væri staðsett á umræddri lóð sem Atlantic Green Chemicals hafði fengið vilyrði fyrir. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir fyrirtækið vera með undirritaðan lóðasamning við Reykjanesbæ á umræddri lóð og ekki vera beinn aðili að þessu máli. „AGC telja sig svikna af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þá beinist stefnan að bænum en ekki okkur. Við vitum hins vegar ekki til að neinn annar lóðasamningur hafi verið gerður. Við teljum að okkar samningur haldi og höfum þannig litlar áhyggjur af málinu,“ sagði Hákon.Sjá einnig: Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, tekur í sama streng og hafnar málatilbúnaði AGC. „Fyrirtækið gerði aldrei formlegan samning við bæinn. Það þarf formlega lóðaumsókn til að það sé bindandi,“ segir Pétur. „Það er þannig að menn sækja um lóð og eftir samþykkt hafa menn sex mánaða frest til greiðslu. Í þessu tilviki var vilyrði veitt fyrir lóðinni þegar umhverfismat lægi fyrir. Þegar úrskurður lá fyrir var síðan aldrei bundinn neinn endahnútur á lóðaumsókn til að ljúka málinu.“ Í stefnunni er greint frá því að fyrirtækið hafi frestað uppbyggingunni vegna óvissu um aðgengi að varmaorku þegar uppbygging kísilvera í Helguvík tafðist. AGC áformar að reisa lífalkóhól- og glýkósaverksmiðju í Reykjanesbæ og hófst undirbúningsvinna árið 2010. Í starfsemina þarf gufu frá kísilverum en hugmyndir eru uppi um byggingu tveggja kísilvera í Helguvík auk álvers á svæðinu. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Atlantic Green Chemicals (AGC) hafa stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðar í Helguvík. Vilja forsvarsmenn Atlantic Green að viðurkennd verði með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík til fyrirtækisins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Upphaf málsins má rekja til ágústmánaðar árið 2011 þegar AGC sótti um, og fékk vilyrði, fyrir lóð í Helguvík og hóf vinnu við umhverfismat. Í frummatsskýrslu kísilvers Thorsil ehf. frá því í fyrrahaust kemur í ljós að kísilverið væri staðsett á umræddri lóð sem Atlantic Green Chemicals hafði fengið vilyrði fyrir. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir fyrirtækið vera með undirritaðan lóðasamning við Reykjanesbæ á umræddri lóð og ekki vera beinn aðili að þessu máli. „AGC telja sig svikna af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þá beinist stefnan að bænum en ekki okkur. Við vitum hins vegar ekki til að neinn annar lóðasamningur hafi verið gerður. Við teljum að okkar samningur haldi og höfum þannig litlar áhyggjur af málinu,“ sagði Hákon.Sjá einnig: Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, tekur í sama streng og hafnar málatilbúnaði AGC. „Fyrirtækið gerði aldrei formlegan samning við bæinn. Það þarf formlega lóðaumsókn til að það sé bindandi,“ segir Pétur. „Það er þannig að menn sækja um lóð og eftir samþykkt hafa menn sex mánaða frest til greiðslu. Í þessu tilviki var vilyrði veitt fyrir lóðinni þegar umhverfismat lægi fyrir. Þegar úrskurður lá fyrir var síðan aldrei bundinn neinn endahnútur á lóðaumsókn til að ljúka málinu.“ Í stefnunni er greint frá því að fyrirtækið hafi frestað uppbyggingunni vegna óvissu um aðgengi að varmaorku þegar uppbygging kísilvera í Helguvík tafðist. AGC áformar að reisa lífalkóhól- og glýkósaverksmiðju í Reykjanesbæ og hófst undirbúningsvinna árið 2010. Í starfsemina þarf gufu frá kísilverum en hugmyndir eru uppi um byggingu tveggja kísilvera í Helguvík auk álvers á svæðinu.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira