Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Smábátaútgerðir verða kvótasettar í nýju frumvarpi og 7.500 tonnum dreift eftir ákveðnum leikreglum til báta sem stundað hafa makrílveiðar. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira