Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2015 11:21 Bíllinn stórskemmdist en slysið varð við Sörlatorg í Hafnarfirði þar sem Reykjanesbraut beygir til norðurs. Vísir/GVA Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21