Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2015 11:21 Bíllinn stórskemmdist en slysið varð við Sörlatorg í Hafnarfirði þar sem Reykjanesbraut beygir til norðurs. Vísir/GVA Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21