Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 14:21 Frá vettvangi á Reykjanesbraut. Lögreglan Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48