Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 14:21 Frá vettvangi á Reykjanesbraut. Lögreglan Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Á annan tug vitna voru kölluð til við aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn 34 ára gömlum karlmanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars árið 2012 og stefnt lífi fjögurra farþega í hættu. Honum er gefið að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og „þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfarenda í verulega hættu, eins og segir í ákæru. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirra í dag varanlega lamaður.Telja ólíklegt að sýni víxlist Sakborningurinn neitaði því að hafa verið ölvaður þegar slysið átti sér stað en áfengismagn í blóði hans mældist 1,4 prómil. Miðað við svör sakbornings taldi verjandi hans líkur á að blóðsýni sem tekin voru af sakborningi hafi mögulega víxlast við önnur sýni. Því voru kallaðir til vitnis lögreglumenn, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Einn lögreglumaðurinn taldi afar ólíklegt að sýni gætu víxlast miðað við þá verkferla sem eru hjá lögreglunni og þá sagði deildarstjórinn engin dæmi um að röng sýni hefðu verið send til rannsóknar og sagðist geta svarað því neitandi marga áratugi aftur í tímann.Útreikningar benda til 188 km/h Þá neitaði sakborningur því einnig að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða þegar slysið átti sér stað. Mælingar og útreikningar matsmanna gefa þó til kynna að ætlaður hraði hafi verið 178 kílómetrar á klukkustund, lágmarkshraði 168 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði á þeim stað sem slysið átti sér stað 80 kílómetrar á klukkustund. Einn matsmannanna taldi útilokað miðað við mælingar og útreikninga að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund en samkvæmt vettvangsrannsókn kastaðist bifreiðin rúma 30 metra þegar slysið átti sér stað. Eitt vitnanna sem var í bílnum sagði að bílnum hefði líklega ekki verið ekið á löglegum hraða því bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá var karlmaður kallaður til vitnis sem varð vitni að slysinu. Hann taldi líkur að sakborningur hefði ekki ekið bifreiðinni á löglegum hraða og tók sem dæmi að hann og kærasta hans hefðu ekki náð að komast inn á Reykjanesbrautina af aðrein því sakborningur hefði tekið fram úr þeim á miklum hraða. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt það með vissu að sakborningurinn hefði ekið bíl sínum á ólöglegum hraða en tók sem dæmi hljóðið sem barst frá bílnum þegar hann tók fram úr bíl sjónvarvottsins og kærustu hans.Sjá einnig:„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48