Enski boltinn

Eiður Smári tryggði Bolton stig gegn Leeds

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eiður Smári tekur sig alltaf vel út í búningi Bolton
Eiður Smári tekur sig alltaf vel út í búningi Bolton vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði jöfnunarmark Bolton í 1-1 jafntefli gegn Leeds United á heimavelli í ensku Championship deildinni í dag.

Rudolph Austin kom Leeds yfir úr vítaspyrnu á þriðju mínútu og það lék Eiður Smári eftir þegar hann skoraði sjálfur úr vítaspyrnu á þriðju mínútu seinni hálfleiks.

Þetta var fyrsta mark Eiðs Smára fyrir Bolton eftir að hann gekk aftur til liðs við félagið á dögunum og í fyrsta sinn sem hann skorar fyrir félagið síðan í maí árið 2000.

Bolton er í 16. sæti deildarinnar með 30 stig í 25 leikjum. Leeds er með 25 stig í 21. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Rotherham sem tapaði 1-0 fyrir Brentford á útivelli. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City sem lagði Fulham 1-0 og Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Charlton sem tapaði 1-0 gegn Brighton & Hove Albion 1-0 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×