Massimiliano Allegri þjálfari Juventus segir erfitt að kaupa sterka leikmenn í janúar en ítölsku meistararnir eru á höttunum á eftir Wesley Sneijder hjá Galatasaray.
Umboðsmaður Sneijder segir hann ekki vera á leiðinni frá tyrkneska stórliðinu þrátt fyrir áhuga Juventus.
„Það þarf mikil gæði til að styrkja okkar lið og þau er erfitt að finna í janúar,“ sagði Allegri á blaðamannafundi.
Juventus er í efsta sæti ítölsku A-deildarinnar með 40 stig í 17 leikjum.
Allegri: Erfitt að kaupa gæði í janúar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið




„Ég biðst afsökunar“
Körfubolti

Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice
Körfubolti


Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina
Enski boltinn


Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni
Enski boltinn
