Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2015 20:30 Suarez fagnar marki sínu. vísir/afp Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1: Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1:
Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira