Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2015 20:30 Suarez fagnar marki sínu. vísir/afp Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1: Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Sjá meira
Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1:
Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Sjá meira