Skilaboðin eru um vernd aðildarríkja Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. október 2015 08:00 Höfuðstöðvar NATO hafa síðan 1967 verið í bráðabirgðahúsnæði í gömlum herspítala í útjaðri Brussel. Nýjar höfuðstöðvar, sem eru mikil glerhöll, eru í byggingu handan götunnar og stefnt að flutningi á næsta ári. vísir/ÓKÁ Endurskipulagning og stóraukin geta herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að stærstum hluta til komin sem viðbrögð við aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, er hann kynnti blaðamönnum niðurstöður fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Þegar Stoltenberg var spurður hvort Rússar myndu ekki túlka aukinn viðbúnað bandalagsins, svo sem í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi tilburði vesturveldanna, sagði hann aðgerðir NATO viðbragð við framferði Rússa.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fer yfir ákvarðanir og samþykktir varnarmálaráðherra bandalagsins á blaðamannafundi í Brussel í gær.Vísir/ÓKÁ„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga, en einnig í Georgíu þar sem Rússar halda núna georgísku landsvæði.“ Ekki verði horft upp á slíkan yfirgang án viðbragða. „Við bregðumst því við með því að auka getu bandalagsins til að flytja til herafla, aukum um leið viðveru okkar í austri með herliði staðsettu þar og með því að auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna og starfa með þeim.“ Skilaboðin séu þau að NATO standi sterkt að baki aðildarríkjum sínum og hafi bæði getu og vilja til að koma þeim til verndar gegn hvers konar ógn. „Allt sem NATO gerir er gert í varnarskyni, í réttu hlutfalli og það er algjörlega í takt við skuldbindingar okkar. NATO verður að bregðast við þegar við sjáum aðgerðaglaðara Rússland haga sér á þann hátt sem Rússar hafa gert síðasta árið.“ Einnig kom fram í máli Stoltenbergs í gær að NATO stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum. „Stríðsátök, óstöðugleiki og óöryggi, auk flóttamannavanda sem er hörmuleg afleiðing þess óróa sem við sjáum suður af okkur. Við þessu bregst NATO,“ sagði hann. Verið væri að koma á mestu aukningu sameiginlegra varna bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Komið hafi verið á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem brugðist geti við með mjög stuttum fyrirvara og komið hafi verið upp smærri stjórnstöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherrafundurinn samþykkti að bæta við tveimur slíkum í Ungverjalandi og Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Um leið áréttaði Stoltenberg að lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera á sviði stjórnmálanna. „Til lengri tíma leysir hernaður engan vanda í landinu. Bardaga þarf að stöðva og pólitíska lausn verður að finna.“ Áhyggjuefni væri að her Rússa, sem látið hefur til sín taka í landinu, beini spjótum sínum ekki aðallega að stríðsmönnum Íslamska ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á hópa stjórnarandstæðinga og styðji sitjandi stjórn Sýrlands. „Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“ sagði Stoltenberg og biðlaði til landsins um að leika fremur uppbyggilegt hlutverk og vinna með öðrum þjóðum í baráttunni við ISIS. Stuðningur við Assad væri ekki uppbyggilegt framlag til friðsamlegrar og varanlegrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi. Fundur varnarmálaráðherra NATO snerist að stórum hluta um að marka til lengri tíma stefnu í varnarmálum bandalagsins þegar lokið hafi verið að hrinda í áætlun ákvörðunum frá því á síðasta ári um viðbragðsáætlanir, viðbúnað og skipan herafla NATO. Stoltenberg segir enn standa yfir mat á stöðu mála í Afganistan, en þegar því lyki yrðu teknar ákvarðanir um frekari stuðning NATO við stjórnvöld þar. Hann segir samstöðu um það í aðildarríkjum NATO að þegar núverandi áætlun um stuðning þar ljúki, þá taki við frekari stuðningur og til langs tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Endurskipulagning og stóraukin geta herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að stærstum hluta til komin sem viðbrögð við aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, er hann kynnti blaðamönnum niðurstöður fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Þegar Stoltenberg var spurður hvort Rússar myndu ekki túlka aukinn viðbúnað bandalagsins, svo sem í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi tilburði vesturveldanna, sagði hann aðgerðir NATO viðbragð við framferði Rússa.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fer yfir ákvarðanir og samþykktir varnarmálaráðherra bandalagsins á blaðamannafundi í Brussel í gær.Vísir/ÓKÁ„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga, en einnig í Georgíu þar sem Rússar halda núna georgísku landsvæði.“ Ekki verði horft upp á slíkan yfirgang án viðbragða. „Við bregðumst því við með því að auka getu bandalagsins til að flytja til herafla, aukum um leið viðveru okkar í austri með herliði staðsettu þar og með því að auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna og starfa með þeim.“ Skilaboðin séu þau að NATO standi sterkt að baki aðildarríkjum sínum og hafi bæði getu og vilja til að koma þeim til verndar gegn hvers konar ógn. „Allt sem NATO gerir er gert í varnarskyni, í réttu hlutfalli og það er algjörlega í takt við skuldbindingar okkar. NATO verður að bregðast við þegar við sjáum aðgerðaglaðara Rússland haga sér á þann hátt sem Rússar hafa gert síðasta árið.“ Einnig kom fram í máli Stoltenbergs í gær að NATO stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum. „Stríðsátök, óstöðugleiki og óöryggi, auk flóttamannavanda sem er hörmuleg afleiðing þess óróa sem við sjáum suður af okkur. Við þessu bregst NATO,“ sagði hann. Verið væri að koma á mestu aukningu sameiginlegra varna bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Komið hafi verið á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem brugðist geti við með mjög stuttum fyrirvara og komið hafi verið upp smærri stjórnstöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherrafundurinn samþykkti að bæta við tveimur slíkum í Ungverjalandi og Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Um leið áréttaði Stoltenberg að lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera á sviði stjórnmálanna. „Til lengri tíma leysir hernaður engan vanda í landinu. Bardaga þarf að stöðva og pólitíska lausn verður að finna.“ Áhyggjuefni væri að her Rússa, sem látið hefur til sín taka í landinu, beini spjótum sínum ekki aðallega að stríðsmönnum Íslamska ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á hópa stjórnarandstæðinga og styðji sitjandi stjórn Sýrlands. „Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“ sagði Stoltenberg og biðlaði til landsins um að leika fremur uppbyggilegt hlutverk og vinna með öðrum þjóðum í baráttunni við ISIS. Stuðningur við Assad væri ekki uppbyggilegt framlag til friðsamlegrar og varanlegrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi. Fundur varnarmálaráðherra NATO snerist að stórum hluta um að marka til lengri tíma stefnu í varnarmálum bandalagsins þegar lokið hafi verið að hrinda í áætlun ákvörðunum frá því á síðasta ári um viðbragðsáætlanir, viðbúnað og skipan herafla NATO. Stoltenberg segir enn standa yfir mat á stöðu mála í Afganistan, en þegar því lyki yrðu teknar ákvarðanir um frekari stuðning NATO við stjórnvöld þar. Hann segir samstöðu um það í aðildarríkjum NATO að þegar núverandi áætlun um stuðning þar ljúki, þá taki við frekari stuðningur og til langs tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent