
22 látnir eftir átök fyrir fótboltaleik

Átökin áttu sér stað fyrir leik liðsins gegn ENPPI í úrvalsdeildinni þar í landi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk fellur í átökum tengdum knattspyrnu í Egyptalandi en árið 2012 létust tæplega áttatíu manns í slagsmálum eftir leik í Port Said. Fyrir rúmri viku var alls var 21 maður dæmdur til dauða fyrir þátt sinn í þeim átökum.
Eftir þann leik var komið á hámarki yfir það hve margir mættu vera viðstaddir knattspyrnuleiki. Því þaki var létt fyrir skemmstu en líklegt þykir að því verði komið á á nýjan leik í kjölfar þessa.
Fótboltabullur eru margar í Egyptalandi og spiluðu nokkuð stóra rullu í mótmælunum gegn Hosni Mubarak árið 2011. Niðurstaða þeirra var að Mubarak lét af embætti.
Þrátt fyrir mannfallið og átökin fór leikurinn fram.
Tengdar fréttir

Beittu táragasi gegn mótmælendum í Egyptalandi
Um tvö þúsund mótmælendur komu saman á Tahrir torgi, fæðingarstað uppreisnarinnar árið sem kom Múbarak frá völdum árið 2011.

Múbarak ekki dæmdur fyrir morð á mótmælendum
Dómstóll í Egyptalandi hefur vísað frá öllum ákærum gegn fyrrverandi forseta landsins sem snúa að drápi 239 mótmælenda.

Óttast óöld í Egyptalandi
Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi, óttast að mikil óöld sé í uppsiglingu í landinu í kjölfar þess að vígahópur sem tengist ISIS myrti 32 egypska her-og lögreglumenn síðastliðinn fimmtudag.

Námsmenn mótmæla sýknun Mubaraks
Nokkur hundruð námsmanna komu saman fyrir utan háskólann í Kaíró í gær til að mótmæla sýknun Hosni Mubaraks, sem steypt var af stóli snemma árs 2011. Stúdentar efndu einnig til mótmæla í fleiri borgum landsins.

Egypskir dauðadómar vekja hörð viðbrögð
Egypskur dómstóll frestaði í gær dómsuppkvaðningu yfir nærri 700 manns, daginn eftir að 529 voru dæmdir til dauða á einu bretti.