Flugmaðurinn sagði í samtali við Daily Mail að hlífin hefði dottið af líklegast sökum þess að hún var ekki nægilega vel fest í upphafi. „Hlífin er í raun ekki nauðsynleg og í raun sambærileg húddinu á bílnum. Við vorum í engum vandræðum með vélina en það var hætta á að meira myndi falla af og skadda skrokkinn eða vænginn,“ segir Patrick Smith en hann stýrði vélinni.
Atvikið átti sér stað á fimmtudag en sama dag lenti írönsk vél í klandri eftir að hreyfill hennar féll af. Þurfti að fljúga henni á öðrum hreyflinum og nauðlenda í höfuðborginni Tehran. Mynd af þeim hreyfli er hægt að sjá í fréttinni einnig.
#Iran: MahanAir 747Boeing's engine detaches & falls in an urban area. Plane miraculously returns to #Tehran airport. pic.twitter.com/LAUAlsGNGZ
— Bahman Kalbasi (@BahmanKalbasi) October 15, 2015