Pólitískur ómöguleiki lifir enn góðu lífi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. janúar 2015 19:06 vísir/stefán/hörður sveinsson Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira