Pólitískur ómöguleiki lifir enn góðu lífi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. janúar 2015 19:06 vísir/stefán/hörður sveinsson Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent