Pólitískur ómöguleiki lifir enn góðu lífi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. janúar 2015 19:06 vísir/stefán/hörður sveinsson Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira