Enski boltinn

Viljum gefa Gerrard titil í afmælis- og kveðjugjöf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard í leiknum í gær.
Gerrard í leiknum í gær. Vísir/Getty
Liverpool er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á D-deildarliðinu AFC Wimbledon í gær, 2-1, þar sem Steven Gerrard skoraði bæði mörk sinna manna.

Gerrard tilkynnti á dögunum að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá Liverpool en að því loknu heldur hann til Bandaríkjanna.

Ef að Liverpool kemst alla leið í bikarúrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum þann 30. maí yrði það síðasti leikur Gerrard í treyju Liverpool.

„Ég held að hann eigi afmæli þann sama dag og það væri ekkert betra en að geta kvatt hann með titli,“ sagði Rodgers eftir leikinn í gær en Gerrard verður 35 ára þann 30. maí.

„Hann var frábær í þessum leik og frammistaða hans breytti miklu fyrir liðið í þessum erfiða leik. Við vorum mun betri í seinni hálfleik og ef hann væri eigingjarn leikmaður hefði hann örugglega náð þrennunni. Hann er alltaf að reyna að skapa færi fyrir félaga sína.“

Gerrard sagðist sjálfur elska ensku bikarkeppnina. „Þetta er síðasta bikarkeppnin mín og vil ég fá sem mest úr henni og fara alla leið,“ sagði Gerrard sem varð bikarmeistari með Liverpool árin 2001 og 2006.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×