Borgarstjóri ætlar að grípa til aðgerða vegna rútuvandamáls í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2015 07:00 Þrengsl í Þingholtunum VÍSIR/GVA „Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varðandi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðargötur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða.Dagur B. Eggertsson„Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekkert annað gengur. Ég tel aðalatriðið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó vongóður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrúum ferðaþjónustunnar.Hjálmar Sveinsson„Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hópbifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengilegar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálmar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferðamanna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur. Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varðandi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðargötur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða.Dagur B. Eggertsson„Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekkert annað gengur. Ég tel aðalatriðið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó vongóður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrúum ferðaþjónustunnar.Hjálmar Sveinsson„Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hópbifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengilegar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálmar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferðamanna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur.
Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48
Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51