Breiðablik hefur samið við Norðmanninn Tor André Skimmeland um að leika með liðinu út tímabilið í Pepsi-deildinni.
Skimmeland, sem er 19 ára, kom til Breiðabliks á reynslu frá Haugesund og hefur æft með liðinu í viku. Skimmeland, sem hefur leikið með yngri landsliðum Noregs, sem getur bæði spilað á kantinum og fremstur á miðjunni.
Skimmeland er annar leikmaðurinn sem Breiðablik fær í félagaskiptaglugganum en á sunnudaginn kom framherjinn Jonathan Glenn til Blika á láni frá ÍBV.
Breiðablik er í 4. sæti Pepsi-deildarinnar eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði FH.
Blikum hefur gengið erfiðlega að skora í síðustu leikjum en þeir vonast til að Skimmeland og Glenn bæti úr því.
Skimmeland gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik þegar liðið tekur á móti Keflavík á miðvikudaginn.
Blikar semja við Norðmann sem þeir voru með á reynslu

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum
KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó.

Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn
Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks.

Jonathan Glenn: Með sköflunga úr stáli
Glenn spilaði tvo leiki í sömu umferðinni - með ÍBV í gær en Breiðablik í dag.

Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu
Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn.

Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns
Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV.

Blikar leigja Glenn af ÍBV
Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil.