Íslenski boltinn

Blikar leigja Glenn af ÍBV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jonathan Glenn veit var markið er að finna.
Jonathan Glenn veit var markið er að finna. Vísir/Valli
Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. Samningur gengur út á að Breiðablik leigir Glenn af ÍBV með forkaupsrétti Blika að honum í haust. Þetta kemur fram á vefsíðu Blika.

Glenn sem er 27 ára gamall framherji frá Trinidad og Tobago hefur spilað með Eyjaliðinu undanfarin tvö ár. Glenn var næst markahæsti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra með 12 mörk og hefur skorað 4 mörk í ár.

Eyjamenn hafa saknað krafta hans undanfarnar vikur vegna þátttöku landsliðs Trínídad og Tóbagó í Gullbikarnum. Margir höfðu beðið spenntir eftir því að sjá Glenn og Gunnar Heiðar Þorvaldsson saman í framlínu ÍBV en af því verður ekki.

Blikar hafa verið á höttunum eftir framherja og höfðu bæði augastað á Þorsteini Má Ragnarssyni og Gary Martin, framherjum KR, án árangurs.


Tengdar fréttir

KR hvorki kaupir né selur í glugganum

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti við Vísi að engar fleiri hreyfingar yrðu á leikmannahóp KR í leikmannaglugganum þrátt fyrir orðróma undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×