IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2015 13:26 "Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. Mynd/Bylgja Guðjónsdóttir Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00