Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 14:44 Þórarinn segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi. vísir/pjetur Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26