Stevan Jovetic gekk í dag í raðir Inter Milan á eins og hálfs árs lánssamning en Inter fær forkaupsrétt á Jovetic að samningnum loknum. Lýkur því dvöl Jovetic á Englandi en honum tókst aldrei að slá í gegn hjá Manchester City.
Jovetic sem er aðeins 25 árs gamall lék aðeins 30 leiki fyrir Manchester City en enska félagið greiddi 22 milljónir punda fyrir þjónustu hans á sínum tíma. Lék hann aðeins 16 leiki á sínu fyrsta tímabili á Englandi vegna meiðsla en hann varð þó enskur meistari sem og deildarbikarmeistari með Manchester City.
Á nýafstöðnu tímabili var hann heill heilsu en Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, virtist ekki treysta honum og lék hann aðeins 23 leiki í öllum keppnum, flesta eftir að hafa komið inn sem varamaður. Voru honum send skýr skilaboð í janúar þegar félagið gekk frá kaupunum á Wilfried Bony sem tók sæti Jovetic í Meistaradeildarhóp félagsins.
Snýr hann því aftur til Ítalíu en hann lék áður fyrr með Fiorentina í fimm tímabil.
Jovetic genginn til liðs við Inter
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Gæti fengið átta milljarða króna
Formúla 1




Yamal tekur óhræddur við tíunni
Fótbolti


Erlangen staðfestir komu Andra
Handbolti
