Enski boltinn

Bournemouth búið að vinna Chelsea og Man Utd á einni viku | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David De Gea horfir á eftir boltanum í netið eftir hornspyrnu Junior Stanislas.
David De Gea horfir á eftir boltanum í netið eftir hornspyrnu Junior Stanislas. Vísir/Getty
Erfiðleikar Manchester United halda áfram en í dag tapaði liðið fyrir nýliðum Bournemouth á Dean Court. Lokatölur 2-1, Bournemouth í vil.

Nýliðararnir hafa fengið átta stig úr síðustu fjórum leikjum sínum en þeir unnu Chelsea um síðustu helgi eins og frægt er orðið. Með sigrinum í dag lyfti Bournemouth sér upp fyrir Chelsea og í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.

United er hins vegar í 4. sætinu en með sigri í dag hefði liðið jafnað Manchester City og Leicester City að stigum á toppi deildarinnar.

Junior Stanislas kom Bournemouth yfir með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu strax á 2. mínútu en Maraoune Fellaini jafnaði metin á 24. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og fram á 54. mínútu þegar Joshua King, fyrrverandi leikmaður United, skoraði sigurmark Bournemouth eftir vel útfærða hornspyrnu.

Bournemouth 1-0 Man Utd Bournemouth 1-1 Man Utd Bournemouth 2-1 Man Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×