Heimir á sér enga óskamótherja | EM-drátturinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 09:00 Þjálfarateymi íslenska liðsins. Vísir/Getty Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49
Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15
Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00
Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30