Fótbolti

UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Anton
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn.

Úrslitakeppni Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í Frakklandi næsta sumar og á laugardaginn kemur í ljós hvaða þjóðir verða saman í riðli.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er líka að telja niður og birti í dag líkleg byrjunarlið þjóða sem leika á á EM í Frakklandi næsta sumar.  KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Íslenska liðið er þannig skipað að Hannes Þór Halldórsson er í markinu, í vörninni eru Ari Freyr Skúlason, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson.

Á miðjunni eru Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.

Í framlínunni má svo finna Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson. Mennirnir á UEFA.com taka það þó fram að Alfreð Finnbogason sé líklegur að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Jóns Daða.

Það kemur fátt á óvart í þessu líklega byrjunarliði enda það lið sem landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa oftast teflt fram að undanförnu.

Smelltu hérna til að sjá spá UEFA.com um byrjunarlið á EM 2016.

Það er dregið á laugardaginn í riðla í lokakeppninni og kemur þá í ljós hvaða þjóðum Ísland mætir í Frakklandi. Drátturinn hefst klukkan 17:00.






Tengdar fréttir

Alfreð má ekki tjá sig

Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×