Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2015 12:00 Amnesty segir að herinn hafi svelt unga menn og beitt þá pyntingum. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka her Nígeríu um stríðsglæpi í landinu. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa birt eru herforingjar nefndir á nafn sem samtökin segja að eigi að sækja fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða þúsunda ungra manna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram. Skýrslan byrjar á sögu Saleh Jega sem er smiður og bjó hann við stöðuga ógn af Boko Haram í heimahéraði sínu Maiduguri. Þann 25. nóvember 2012 var Saleh tekinn höndum þegar hermenn voru að leita meðlima Boko Haram en þeir virðast hafa handsamað fjölda manna sem voru það ekki. Næstu fimmtán mánuði sat Saleh í fangaklefa ásamt tugum annarra manna. Fangaklefinn var svo þétt setinn að mennirnir í gátu ekki allir setið í einu og þurftu þeir að taka vaktir í því að standa. Þá segir Saleh að loftræsting hafi verið svo slæm að menn hafi kafnað í klefanum. Þeir fengu smáan skammt af hrísgrjónum einu til tvisvar sinnum á dag og var sjaldan gefið vatn. Saleh tókst að flýja þegar Boko Haram réðust á herstöðina þar sem þeim var haldið. Á þeim 15 mánuðum sem hann var í haldi segist hann hafa séð marga samfanga sína deyja úr hungri og þorsta. Þegar verst var sá hann allt að 80 unga menn deyja á einum degi. Af þeim 19 sem hann var handtekinn með voru einungis fjórir á lífi þegar þeir sluppu.Ástæða er til að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi, sem er hluti af skýrslu Amnesty. Það getur vakið óhug.Skýrslu Amnesty International má sjá hér. Samtökin segja að rúmlega tuttugu þúsund manns, þar af flestir ungir menn og jafnvel níu ára gamlir drengir, hafi verið handsamaðir af hernum grunaðir um aðild að Boko Haram frá árinu 2009. Þau segja að meira en 1.200 hafi verið teknir af lífi við leitar hermanna og að minnst sjö þúsund manns hafi látið lífið í haldi hersins. Þó segir í skýrslunni að rauntölur muni líklega aldrei líta dagsins ljós, en líklega væru þær mun hærri en þau dæmi sem Amnesty fundu. Skýrsla samtakanna er unnin úr myndböndum, skjölum frá hernum, viðtölum við fórnarlömb, vitni hermenn og fleir heimildum. Þar segir að yfirmenn hersins hafi vitað af tilviljunakendum handtökum og fjölda dauðsfalla meðal fanga hersins, en ekki brugðist við. Háttsettur meðlimur hersins, sem Amnesty ræddi við, sýndi rannsakendum lista yfir 683 einstaklinga sem dóu í Giwa fangabúðunum á einungis fimm mánuðum. Hann sagðist telja að um fimm þúsund hefðu dáið í þeim búðum frá ársbyrjun 2013. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka her Nígeríu um stríðsglæpi í landinu. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa birt eru herforingjar nefndir á nafn sem samtökin segja að eigi að sækja fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða þúsunda ungra manna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram. Skýrslan byrjar á sögu Saleh Jega sem er smiður og bjó hann við stöðuga ógn af Boko Haram í heimahéraði sínu Maiduguri. Þann 25. nóvember 2012 var Saleh tekinn höndum þegar hermenn voru að leita meðlima Boko Haram en þeir virðast hafa handsamað fjölda manna sem voru það ekki. Næstu fimmtán mánuði sat Saleh í fangaklefa ásamt tugum annarra manna. Fangaklefinn var svo þétt setinn að mennirnir í gátu ekki allir setið í einu og þurftu þeir að taka vaktir í því að standa. Þá segir Saleh að loftræsting hafi verið svo slæm að menn hafi kafnað í klefanum. Þeir fengu smáan skammt af hrísgrjónum einu til tvisvar sinnum á dag og var sjaldan gefið vatn. Saleh tókst að flýja þegar Boko Haram réðust á herstöðina þar sem þeim var haldið. Á þeim 15 mánuðum sem hann var í haldi segist hann hafa séð marga samfanga sína deyja úr hungri og þorsta. Þegar verst var sá hann allt að 80 unga menn deyja á einum degi. Af þeim 19 sem hann var handtekinn með voru einungis fjórir á lífi þegar þeir sluppu.Ástæða er til að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi, sem er hluti af skýrslu Amnesty. Það getur vakið óhug.Skýrslu Amnesty International má sjá hér. Samtökin segja að rúmlega tuttugu þúsund manns, þar af flestir ungir menn og jafnvel níu ára gamlir drengir, hafi verið handsamaðir af hernum grunaðir um aðild að Boko Haram frá árinu 2009. Þau segja að meira en 1.200 hafi verið teknir af lífi við leitar hermanna og að minnst sjö þúsund manns hafi látið lífið í haldi hersins. Þó segir í skýrslunni að rauntölur muni líklega aldrei líta dagsins ljós, en líklega væru þær mun hærri en þau dæmi sem Amnesty fundu. Skýrsla samtakanna er unnin úr myndböndum, skjölum frá hernum, viðtölum við fórnarlömb, vitni hermenn og fleir heimildum. Þar segir að yfirmenn hersins hafi vitað af tilviljunakendum handtökum og fjölda dauðsfalla meðal fanga hersins, en ekki brugðist við. Háttsettur meðlimur hersins, sem Amnesty ræddi við, sýndi rannsakendum lista yfir 683 einstaklinga sem dóu í Giwa fangabúðunum á einungis fimm mánuðum. Hann sagðist telja að um fimm þúsund hefðu dáið í þeim búðum frá ársbyrjun 2013.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira