Erlent

Útbreiðsla ebólu stöðvast á þessu ári

Atli Ísleifsson skrifar
Anthony Banbury hefur nú látið af störfum sem yfirmaður aðgerða gegn útbreiðslu ebólu hjá Sameinuðu þjóðunum.
Anthony Banbury hefur nú látið af störfum sem yfirmaður aðgerða gegn útbreiðslu ebólu hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP
Anthony Banbury, fráfarandi yfirmaður aðgerða gegn útbreiðslu ebólu hjá Sameinuðu þjóðunum, telur að útbreiðsla veirunnar muni stöðvast á þessu ári.

Banbury viðurkenndi þó á að endirinn sé ekki nærri. „Við tökum þátt í epískri baráttu,“ segir Banbury í samtali við breska ríkisútvarpið.

Veirann hefur valdið dauða nærri átta þúsund manna, fyrst og fremst í Síerra Leóne, Líberíu og Gíneu, ríkja sem öll er að finna í Vestur-Afríku.

Banbury hefur nú látið af störfum og segir að ekki hafi tekist að ná takmörkum um að tryggja öryggi við allar jarðsetningar fórnarlamba og ná að veita að minnsta kosti 70 prósent smitaðra læknisaðstoð. Hann hyllti þó viðbrögð alþjóðasamfélagsins og sagði aðgerðir hafa verið mjög árangursríkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×