Enski boltinn

Ekkert gengur hjá Jóhanni Berg og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhanni Berg og félögum hefur gengið illa á undanförnum vikum.
Jóhanni Berg og félögum hefur gengið illa á undanförnum vikum. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Charlton gerði markalaust jafntefli við Wolves á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Charlton er í 17. sæti deildarinnar með 32 stig en illa hefur gengið hjá liðinu að undanförnu.

Charlton vann síðast deildarleik 8. nóvember en síðan þá hefur liðið leikið tíu leiki án sigurs.

Jóhann Berg hefur skorað fjögur mörk í 23 deildarleikjum í vetur en hann kom til Charlton frá AZ Alkmaar síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×