Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 12:32 Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar. Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar.
Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33
Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19