Enski boltinn

Lallana frá keppni í mánuð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Lallana.
Adam Lallana. vísir/getty
Liverpool verður án miðjumannsins Adams Lallana næstu fjórar vikurnar, en hann meiddist í læri í leik gegn nýliðum Leicester á nýársdag.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool-liðið, en Lallana var byrjaður að spila mjög vel og skoraði tvö mörk í 4-1 sigri liðsins gegn Swansea fyrir viku.

Lallana missir af leik Liverpool gegn AFC Wimbledon í enska bikarnum í kvöld, báðum leikjunum gegn Chelsea í undanúrslitum deildabikarsins og nokkrum deildarleikjum liðsins í mánuðinum.

Lallana, sem kom frá Southampton fyrir 25 milljónir punda í sumar, er búinn að skora fjögur mörk og gefa tvær stoðsendingar fyrir Liverpool í fjórtán leikjum í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×