Enski boltinn

United mætir Cambridge í bikarnum - Eiður Smári á Anfield?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári gæti spilað á Anfield.
Eiður Smári gæti spilað á Anfield. vísir/getty
Manchester United var aftur heppið með drátt í enska bikarnum, en það mætir D-deildarliðinu Cambridge í fjórðu umferðinni. United lagði Yeovil, sem spilar í C-deildinni, í síðustu umferð.

Englandsmeistarar Manchester City taka á móti B-deildarliði Middlesbrough og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea heimsækja Blackburn.

Vinni Liverpool lið Wimbledon á heimavelli í kvöld fær það heimaleik gegn Bolton í næstu umferð, en með Bolton spilar auðvitað Eiður Smári Guðjohnsen.

Drátturinn í fjórðu umferð enska bikarins:

Southampton eða Ipswich - Crystal Palace

Cambridge United - Manchester United

Blackburn - Swansea City.

Chelsea - Millwall/Bradford City

Derby - Scunthorpe/Chesterfield

Preston - Sheffield United.

Birmingham - WBA

Aston Villa - Bournemouth

Cardiff - Reading

AFC Wimbedon eða Liverpool - Bolton

Burnley eða Tottenham - Leicester City

Brighton & Hove Albion - Arsenal

Rochdale - Stoke

Sunderland - Fulham eða Wolves

Doncaster eða Bristol City - Everton eða West Ham

Manchester City - Middlesbrough




Fleiri fréttir

Sjá meira


×