Enski boltinn

Reid fer líklega til Man. Utd eða Arsenal

Winston Reid.
Winston Reid. vísir/getty
Sam Allardyce, stjóri West Ham, viðurkennir að varnarmaðurinn Winston Reid muni væntanlega yfirgefa félagið næsta sumar.

Þessi 26 ára strákur frá Nýja-Sjálandi verður samningslaus næsta sumar og má hefja viðræður við önnur félög í daf.

Reid kom til West Ham frá danska liðinu Midtjylland árið 2010 og hefur slegið rækilega í gegn.

„Hann á enga framtíð hér. Ég hef verið nógu lengi í þessum bransa til þess að átta mig á því að hann mun fara," sagði Allardyce.

Man. Utd og Arsenal eru bæði sögð vera áhugasöm um að semja við Reid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×