Vara við lífshættulegu efni í ecstasytöflum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 15:42 Einkenni eitrunar geta verið skjálfti og svitaköst, og síðan hröð hækkun á líkamshita, hækkuð hjartsláttartíðni og hækkaður blóðþrýstingur. vísir/getty/aðsend Sænska lyfjastofnunin hefur varað við ecstasytöflum sem orsakað hafa eitt dauðsfall og nokkurn fjölda eitrunartilfella þar í landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Íslands. Þar segir að tafla sem var afhent sænsku lyfjastofnuninni til greiningar reyndist innihalda efnið PMMA í magni sem getur valdið hækkuðum líkamshita og eitrunaráhrifum sem í versta falli geta leitt til dauða. Taflan sem afhent var til greiningar er appelsínugul að lit, fimmstrend og með upphleyptan bókastafinn S báðum megin. Töflur með framangreint útlit hafa tengst eitrunartilfellunum sem um ræðir. Í tilkynningunni segir að í ljós hafi komið að svipaðar töflur hafa verið í umferð í Hollandi og hafa þær töflur innihaldið PMMA í magni sem telst vera lífshættulegt. Ennfremur hefur verið tilkynnt um fjögur dauðsföll í Englandi og eitt dauðsfall í Skotlandi sem eru talin tengjast þessu hættulega efni. Það er mat Lyfjastofnunnar að ekki sé hægt að útiloka að töflur með PMMA hafi borist til Íslands. Ecstasytöflur innihalda venjulega MDMA sem er vímuvaldandi efni. PMMA er efnafræðilega skylt og er stundum selt sem ecstasy, en er mun hættulegra. Taflan sem var efnagreind á sænsku lyfjastofnuninni reyndist innihalda 169 mg af PMMA (p-methoxy-N-methylamfetamin) en talið er að 40-50 mg af efninu geti valdið hættulegri hækkun á líkamshita. Efnið getur einnig valdið heilabólgum, blóðrásartruflunum, eyðileggingu á vöðva- og lifrarfrumum, og í alvarlegustu tilfellum dregið neytandann til dauða. Virkni PMMA kemur fram á nokkrum klukkustundum og varir í nokkrar klukkustundir. Einkenni eitrunar geta verið skjálfti og svitaköst, og síðan hröð hækkun á líkamshita, hækkuð hjartsláttartíðni og hækkaður blóðþrýstingur. Þegar áfengis er einnig neytt eða ef líkaminn er þurr, geta áhrifin verið banvæn. „Töflur með útliti sem myndin hér fyrir neðan sýnir geta verið lífshættulegar og skal alls ekki neyta þeirra. Ekki er hægt að útloka að ecstasy töflur eða hylki með annað útlit innihaldi einnig PMMA. Glær hylki með hvítu dufti eða bleiklitaðar töflur eru taldar tengjast dauðsfalli og alvarlegum eitrunum í Skotlandi.“ Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 MDMA þátturinn notaður í forvarnarstarf Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 þann 20. október og fjallaði fyrsti þátturinn um síbreytilegt landslag í skemmtanalífi á Íslandi. 31. október 2014 10:07 Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 13. nóvember 2014 17:28 Fluttur á sjúkrahús með 30 pakkningar af MDMA innvortis Maður á fertugsaldri var handtekinn þann 2. janúar með um 280 grömm af MDMA í endaþarmi og maga. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. 12. janúar 2015 19:38 Íslensk kona í haldi í Hollandi fyrir smygl Íslensk kona handtekin fyrir að smygla 300 grömmum af MDMA á Schiphol-flugvelli í Amsterdam síðustu helgi. Tvö börn konunnar eru á Íslandi. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og kemur ekki heim fyrir jól. 20. desember 2014 00:01 Með efnin falin innanklæða Íslenska konan, sem var handtekin á Schiphol-flugvelli í síðustu viku, var með efnin falin innan klæða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hollandi. 24. desember 2014 08:00 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Ákærður fyrir innflutning á 555 MDMA-töflum Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða en einnig falin í líkama hans. 28. október 2014 15:54 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sænska lyfjastofnunin hefur varað við ecstasytöflum sem orsakað hafa eitt dauðsfall og nokkurn fjölda eitrunartilfella þar í landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Íslands. Þar segir að tafla sem var afhent sænsku lyfjastofnuninni til greiningar reyndist innihalda efnið PMMA í magni sem getur valdið hækkuðum líkamshita og eitrunaráhrifum sem í versta falli geta leitt til dauða. Taflan sem afhent var til greiningar er appelsínugul að lit, fimmstrend og með upphleyptan bókastafinn S báðum megin. Töflur með framangreint útlit hafa tengst eitrunartilfellunum sem um ræðir. Í tilkynningunni segir að í ljós hafi komið að svipaðar töflur hafa verið í umferð í Hollandi og hafa þær töflur innihaldið PMMA í magni sem telst vera lífshættulegt. Ennfremur hefur verið tilkynnt um fjögur dauðsföll í Englandi og eitt dauðsfall í Skotlandi sem eru talin tengjast þessu hættulega efni. Það er mat Lyfjastofnunnar að ekki sé hægt að útiloka að töflur með PMMA hafi borist til Íslands. Ecstasytöflur innihalda venjulega MDMA sem er vímuvaldandi efni. PMMA er efnafræðilega skylt og er stundum selt sem ecstasy, en er mun hættulegra. Taflan sem var efnagreind á sænsku lyfjastofnuninni reyndist innihalda 169 mg af PMMA (p-methoxy-N-methylamfetamin) en talið er að 40-50 mg af efninu geti valdið hættulegri hækkun á líkamshita. Efnið getur einnig valdið heilabólgum, blóðrásartruflunum, eyðileggingu á vöðva- og lifrarfrumum, og í alvarlegustu tilfellum dregið neytandann til dauða. Virkni PMMA kemur fram á nokkrum klukkustundum og varir í nokkrar klukkustundir. Einkenni eitrunar geta verið skjálfti og svitaköst, og síðan hröð hækkun á líkamshita, hækkuð hjartsláttartíðni og hækkaður blóðþrýstingur. Þegar áfengis er einnig neytt eða ef líkaminn er þurr, geta áhrifin verið banvæn. „Töflur með útliti sem myndin hér fyrir neðan sýnir geta verið lífshættulegar og skal alls ekki neyta þeirra. Ekki er hægt að útloka að ecstasy töflur eða hylki með annað útlit innihaldi einnig PMMA. Glær hylki með hvítu dufti eða bleiklitaðar töflur eru taldar tengjast dauðsfalli og alvarlegum eitrunum í Skotlandi.“
Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 MDMA þátturinn notaður í forvarnarstarf Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 þann 20. október og fjallaði fyrsti þátturinn um síbreytilegt landslag í skemmtanalífi á Íslandi. 31. október 2014 10:07 Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 13. nóvember 2014 17:28 Fluttur á sjúkrahús með 30 pakkningar af MDMA innvortis Maður á fertugsaldri var handtekinn þann 2. janúar með um 280 grömm af MDMA í endaþarmi og maga. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. 12. janúar 2015 19:38 Íslensk kona í haldi í Hollandi fyrir smygl Íslensk kona handtekin fyrir að smygla 300 grömmum af MDMA á Schiphol-flugvelli í Amsterdam síðustu helgi. Tvö börn konunnar eru á Íslandi. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og kemur ekki heim fyrir jól. 20. desember 2014 00:01 Með efnin falin innanklæða Íslenska konan, sem var handtekin á Schiphol-flugvelli í síðustu viku, var með efnin falin innan klæða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hollandi. 24. desember 2014 08:00 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Ákærður fyrir innflutning á 555 MDMA-töflum Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða en einnig falin í líkama hans. 28. október 2014 15:54 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42
MDMA þátturinn notaður í forvarnarstarf Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 þann 20. október og fjallaði fyrsti þátturinn um síbreytilegt landslag í skemmtanalífi á Íslandi. 31. október 2014 10:07
Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 13. nóvember 2014 17:28
Fluttur á sjúkrahús með 30 pakkningar af MDMA innvortis Maður á fertugsaldri var handtekinn þann 2. janúar með um 280 grömm af MDMA í endaþarmi og maga. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. 12. janúar 2015 19:38
Íslensk kona í haldi í Hollandi fyrir smygl Íslensk kona handtekin fyrir að smygla 300 grömmum af MDMA á Schiphol-flugvelli í Amsterdam síðustu helgi. Tvö börn konunnar eru á Íslandi. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og kemur ekki heim fyrir jól. 20. desember 2014 00:01
Með efnin falin innanklæða Íslenska konan, sem var handtekin á Schiphol-flugvelli í síðustu viku, var með efnin falin innan klæða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hollandi. 24. desember 2014 08:00
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Ákærður fyrir innflutning á 555 MDMA-töflum Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða en einnig falin í líkama hans. 28. október 2014 15:54
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08