Íslensk kona í haldi í Hollandi fyrir smygl Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Íslensk kona var handtekin á Schiphol-flugvelli í Hollandi fyrir að smygla 300 grömmum af fíkniefninu MDMA. Fréttablaðið/Nordicphotos/Getty Íslensk kona á fertugsaldri var handtekin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam, höfuðborg Hollands á sunnudaginn síðastliðinn. Konan var með 300 grömm af MDMA falin á sér. Ekki hefur verið upplýst hvort konan var með efnin innvortis eða falin í farangri sínum. MDMA er best þekkt undir öðrum nöfnum eins og Ecstasy, e-pillur eða Molly. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Amsterdam staðfestir handtöku konunnar við Fréttablaðið og að hún hafi verið leidd fyrir dómara miðvikudaginn 17. desember þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni hefur verið úthlutaður lögmaður þar í landi. Lögreglan vildi ekki tjá sig um hversu langan dóm konan gæti séð fram á. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er að aðstoða konuna og ættingja hennar við málið. Utanríkisráðuneytið vildi ekki veita Fréttablaðinu frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögfræðingar sérfróðir í refsirétti sem fréttastofa ráðfærði sig við segja að refsing hér á landi fyrir innflutning á þessu magni MDMA yrði um eins til tveggja ára fangelsisdómur, eftir sakaferli og sögu sakbornings, hreinleika efnis og svo framvegis. Hafa skal í huga að íslensk fíkniefnalöggjöf er þó ekki sú sama og í Hollandi. Konan á tvö börn sem urðu eftir hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun konan ekki koma til landsins fyrir hátíðarnar. Hvað er MDMA, eða methylendioxymetamfetamín? MDMA, eða methylendioxymetamfetamín, er samheiti yfir hóp ofskynjunarlyfja. MDMA er oftast í töfluformi og framleitt í ólöglegum efnaverksmiðjum. Ekkert eftirlit er því með framleiðslunni, hvorki með magni MDMA né heldur hvort öðrum efnum er blandað saman við. Dæmi eru um að rottueitri hafi verið blandað í töflurnar. Dæmigerð áhrif eru víma af völdum örvunar miðtaugakerfisins með geðhæð, auknu sjálfsmati og sjálfstrausti og blaðri, ásamt tilfinningu um samkennd og ást til annarra. Taki neytandi stærri skammt geta komið fram skyntruflanir og ofskynjanir. Stundum er slík víma hlaðin svo miklum ofskynjunum og rugli að hún kemur fram sem bráð sturlun. Auknir skammtar auka hættuna á slysum og ofbeldi í vímu. Vímueinkennin, einnig sturlunareinkennin, hverfa venjulega þegar efnið fer úr líkamanum. Eftirverkunin er þreyta, dofi, ógleði og misjafnlega mikið þunglyndi, sem getur staðið í einn dag eða lengur. Stöku sinnum koma fram alvarlegir læknisfræðilegir fylgikvillar vímu. Einkennin eru ofhitnun, alvarleg blóðþrýstingshækkun með hættu á blæðingu í heila, aukinn hjartsláttur með aukinni hættu á hjartsláttartruflunum, nýrnabilun, blóðstorknun í æðum og hugsanlega lifrarskemmd. Þá eru dæmi þess að fólk hafi látist eftir að hafa neytt aðeins eins skammts af efninu. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri var handtekin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam, höfuðborg Hollands á sunnudaginn síðastliðinn. Konan var með 300 grömm af MDMA falin á sér. Ekki hefur verið upplýst hvort konan var með efnin innvortis eða falin í farangri sínum. MDMA er best þekkt undir öðrum nöfnum eins og Ecstasy, e-pillur eða Molly. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Amsterdam staðfestir handtöku konunnar við Fréttablaðið og að hún hafi verið leidd fyrir dómara miðvikudaginn 17. desember þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni hefur verið úthlutaður lögmaður þar í landi. Lögreglan vildi ekki tjá sig um hversu langan dóm konan gæti séð fram á. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er að aðstoða konuna og ættingja hennar við málið. Utanríkisráðuneytið vildi ekki veita Fréttablaðinu frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögfræðingar sérfróðir í refsirétti sem fréttastofa ráðfærði sig við segja að refsing hér á landi fyrir innflutning á þessu magni MDMA yrði um eins til tveggja ára fangelsisdómur, eftir sakaferli og sögu sakbornings, hreinleika efnis og svo framvegis. Hafa skal í huga að íslensk fíkniefnalöggjöf er þó ekki sú sama og í Hollandi. Konan á tvö börn sem urðu eftir hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun konan ekki koma til landsins fyrir hátíðarnar. Hvað er MDMA, eða methylendioxymetamfetamín? MDMA, eða methylendioxymetamfetamín, er samheiti yfir hóp ofskynjunarlyfja. MDMA er oftast í töfluformi og framleitt í ólöglegum efnaverksmiðjum. Ekkert eftirlit er því með framleiðslunni, hvorki með magni MDMA né heldur hvort öðrum efnum er blandað saman við. Dæmi eru um að rottueitri hafi verið blandað í töflurnar. Dæmigerð áhrif eru víma af völdum örvunar miðtaugakerfisins með geðhæð, auknu sjálfsmati og sjálfstrausti og blaðri, ásamt tilfinningu um samkennd og ást til annarra. Taki neytandi stærri skammt geta komið fram skyntruflanir og ofskynjanir. Stundum er slík víma hlaðin svo miklum ofskynjunum og rugli að hún kemur fram sem bráð sturlun. Auknir skammtar auka hættuna á slysum og ofbeldi í vímu. Vímueinkennin, einnig sturlunareinkennin, hverfa venjulega þegar efnið fer úr líkamanum. Eftirverkunin er þreyta, dofi, ógleði og misjafnlega mikið þunglyndi, sem getur staðið í einn dag eða lengur. Stöku sinnum koma fram alvarlegir læknisfræðilegir fylgikvillar vímu. Einkennin eru ofhitnun, alvarleg blóðþrýstingshækkun með hættu á blæðingu í heila, aukinn hjartsláttur með aukinni hættu á hjartsláttartruflunum, nýrnabilun, blóðstorknun í æðum og hugsanlega lifrarskemmd. Þá eru dæmi þess að fólk hafi látist eftir að hafa neytt aðeins eins skammts af efninu.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira