Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 17:28 Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram fyrir dómi gekk hnífurinn 12 sentímetra inn í manninn sem ráðist var á. Vísir/Getty Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur hann verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember síðastliðnum. Hrannar játaði skýlaust fyrir dómi þjófnaðina og akstur undir áhrifum. Hann neitaði hins vegar að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps. Í ákæru er manndrápstilrauninni lýst á þann veg að ákærði hafi stungið fórnarlambið fyrirvaralaust í bakið í maí 2013. Hnífurinn gekk inn í vinstra lunga mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk 3 sentímetra langt stungusár vinstra megin aftan á brjóstkassa, lunga hans féll saman og hann hlaut blæðingu í lungnavefjum, eins og segir í ákæru. Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram fyrir dómi gekk hnífurinn 12 sentímetra inn í manninn. Fyrir dómi neitaði Hrannar því að um ásetning hafi verið að ræða og kvað hnífinn hafa rekist í manninn. Ákærði var látinn sæta geðrannsókn til þess að meta mætti hvort hann bæri skynbragð á það sem gerðist hafði og gæti talist sakhæfur. Geðlæknir taldi ákærða sýna merki geðrofseinkenna sem stöfuðu af mikilli neyslu fíkniefna. Hann hefði á þeim tíma sem hann stakk manninn verið í mikilli neyslu amfetamíns og MDMA. Geðlæknir taldi Hrannar engu að síður sakhæfan. Fjöldi annarra vitna kom fyrir dóminn, þar á meðal sérfræðilæknir og lögreglumenn. Vitnisburður Hrannars var ekki talinn trúverðugur auk þess sem hann átti sér enga stoð í öðru sem kom fram í málinu, eins og segir í dómnum. Þá kemur fram að hann myndi atburðina ekki vel. Vitnisburður fórnarlambsins er hins vegar talinn trúverðugur auk þess sem vitnisburðir sérfræðilæknis og lögreglumanna voru í samræmi við vitnisburð hans. Hrannar var því dæmdur í 5 og ½ árs fangelsi. Þá var hann dæmdur til bótagreiðslna og til að greiða allan sakarkostnað. Dóminn má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur hann verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember síðastliðnum. Hrannar játaði skýlaust fyrir dómi þjófnaðina og akstur undir áhrifum. Hann neitaði hins vegar að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps. Í ákæru er manndrápstilrauninni lýst á þann veg að ákærði hafi stungið fórnarlambið fyrirvaralaust í bakið í maí 2013. Hnífurinn gekk inn í vinstra lunga mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk 3 sentímetra langt stungusár vinstra megin aftan á brjóstkassa, lunga hans féll saman og hann hlaut blæðingu í lungnavefjum, eins og segir í ákæru. Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram fyrir dómi gekk hnífurinn 12 sentímetra inn í manninn. Fyrir dómi neitaði Hrannar því að um ásetning hafi verið að ræða og kvað hnífinn hafa rekist í manninn. Ákærði var látinn sæta geðrannsókn til þess að meta mætti hvort hann bæri skynbragð á það sem gerðist hafði og gæti talist sakhæfur. Geðlæknir taldi ákærða sýna merki geðrofseinkenna sem stöfuðu af mikilli neyslu fíkniefna. Hann hefði á þeim tíma sem hann stakk manninn verið í mikilli neyslu amfetamíns og MDMA. Geðlæknir taldi Hrannar engu að síður sakhæfan. Fjöldi annarra vitna kom fyrir dóminn, þar á meðal sérfræðilæknir og lögreglumenn. Vitnisburður Hrannars var ekki talinn trúverðugur auk þess sem hann átti sér enga stoð í öðru sem kom fram í málinu, eins og segir í dómnum. Þá kemur fram að hann myndi atburðina ekki vel. Vitnisburður fórnarlambsins er hins vegar talinn trúverðugur auk þess sem vitnisburðir sérfræðilæknis og lögreglumanna voru í samræmi við vitnisburð hans. Hrannar var því dæmdur í 5 og ½ árs fangelsi. Þá var hann dæmdur til bótagreiðslna og til að greiða allan sakarkostnað. Dóminn má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira