Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2014 22:00 Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“ Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“
Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00
Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58