Fótbolti

Birkir skoraði þegar Basel komst aftur á sigurbraut

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir fagnar marki með Basel.
Birkir fagnar marki með Basel. vísir/getty

Birkir Bjarnason skoraði eitt marka Basel í 3-0 sigri á Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Basel því aftur komið á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni.

Birkir kom Basel á bragðið eftir tíu mínútna leik, en þetta var þriðja mark hans fyrir Basel í fjórtán leikjum. Davide Calla tvöfaldaði svo forystuna á 26. mínútu.

Leikmenn Basel voru ekki hættir fyrir hlé og Mohamed El Nenny kom Basel í 3-0 á 32. mínútu og þá var leik lokið.

Birkir fór af velli á 79. mínútu leiksins, en hann nældi sér í gult spjald á 25. mínútu.

Basel er á toppnum með tíu stiga forystu á Grasshoppers sem á þó leik til góða, en Basel hafði tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni.

Luzern er í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×