Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2015 10:43 Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. Vísir/Sunna Karen Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54