Innlent

Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki örugg

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Fjármálaráðuneytið segir rafræn skilríki, á korti og í farsíma, öruggustu almennu rafrænu auðkenninguna sem í boði séu hér á landi. Þau uppfylli hæsta öryggisstig, samkvæmt úttekt á fullvissustigi rafrænna auðkenna.

Á vef ráðuneytisins segir að ráðgjafafyrirtekið ADMON hafi verið fengið til að leggja mat á fullvissustig auðkenna, þar sem lagt sé mat á öryggi rafrænna skilríkja í farsímum. Niðurstöðurnar séu þær að slík skilríki uppfylli allar kröfur sem gerðar séu til slíkra skilríkja, samkvæmt lögum um rafrænar undirskriftir.

„Rafræn skilríki undir Íslandsrót eru samkvæmt matinu öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi,“ segir á vefnum Þá meti embætti landlæknis það svo að aðgengi einstaklinga að eigin heilbrigðisupplýsingum verði ekki veitt rafrænt nema með rafrænum auðkennum sem uppfylli hæsta öryggisstig.


Tengdar fréttir

Yngra foreldrið ekki fullgilt hjá Auðkenni

Móðir fékk ekki að sækja um rafræn skilríki hjá fyrirtækinu Auðkenni fyrir ólögráða dóttur sína þar sem eldri forráðamann þurfti til. Fyndið og vandræðalegt segir dóttirin. Auðkenni harmar atvikið og hyggst leiðrétta villu í kerfi sem veldur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.