Reykja Íslendingar virkilega meira kannabis en nokkur önnur þjóð? 27. ágúst 2015 10:10 Ræktun hérlendis virðist hafa aukist töluvert undanfarin ár. Vísir/Stefán Daily Mail greindi frá því í vikunni að Íslendingar væru fremstir í flokki þegar kæmi að kannabisreykingum. Fyrirsögn fréttarinnar var: „Forget Amsterdam! Iceland smokes the most cannabis“ sem mætti þýða: „Gleymdu Amsterdam! Íslendingar reykja mest kannabis.“ Í fréttinni er ástæða þess að neysla kannabis á Íslandi sé svo mikil sögð vera sú að Íslendingar séu svo frjálslyndir og yfirvöld setji sig ekki upp á móti reykingunum. Umfjöllun Daily Mail, eins mest lesna fréttamiðils heimsins, hefur vakið töluverða athygli og verið deilt yfir 2000 sinnum. Þó er einn hængur á: Þótt fyrirsögnin sé grípandi og gæti litið út fyrir að ganga upp vegna þess hve Íslendingar séu heilt yfir frjálslyndir þá er fréttin, sem sumir íslenskir miðlar tóku upp, einfaldlega röng. Umfjöllunin byggir á kortum þar sem neysla fíkniefna og áfengis í Evrópu og Bandaríkjunum er skoðuð. Kortin byggja á tölfræði frá Sameinuðu þjóðunum. Í greininni segir að á milli 160-190 manns af 1000 á Íslandi reyki gras. Daily Mail veltir fyrir sér hvort ástæðan sé frjálslyndi í garð kannabis og hátt áfengisverð.Frjálslyndi og áfengisverð sögð líkleg ástæða „Marijúana er ólöglegt í landinu kalda en yfirvöld eru frjálslynd á þann hátt að neytendur fá aðeins lítils háttar sekt ef þeir eru staðnir að verki. Það er óljóst hvers vegna fíkniefnin eru svo vinsæl en það gæti verið vegna þess að bjór var bannaður á Íslandi þangað til fyrir 25 árum og áfengi er svo dýrt…“ segir í fréttinni sem er röng á marga vegu. Neysla kannabis á Íslandi er fjarri því að vera sú mesta í heiminum, yfirvöld setja sig sannarlega upp á móti neyslu þess og bjór er, þrátt fyrir allt, frekar ódýrt í samanburði við verðið á hinum Norðurlöndunum. Þótt neysla kannabis hafi aukist á Íslandi undanfarin ár, meðal annars vegna aukinnar ræktunar hér á landi, er Ísland ekki fremst í flokki þjóða þegar kemur að kannabis. Frétt Daily Mail er raunar endurunnin frétt sem birtist víða í miðlum erlendis í fyrra, meðal annars Washington Post.6,6% hið rétta hlutfall Gögnin frá Sameinuðu þjóðunum eru misskilin en þau byggja á gögnum sem Landlæknisembættið tók saman árið 2012. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var, með svörun upp á rúm 58%, þá höfðu 35,9% Íslendinga á aldrinum 18-67 einhvern tímann prófað kannabis. Af þeim sem sögðust hafa prófað einhvern tímann höfðu 18,3% reykt gras árið á undan. Þessar tölur nota Sameinuðu þjóðirnar og Daily Mail til að komast að niðurstöðunni að Íslendingar eru heimsmeistarar í kannabisreykingum. Rétta talan, sem ætti að nota í samanburðinum, er 6,6% sem er hlutfall Íslendinga sem reykti gras árið 2012. Væri rétta talan notuð kæmi í ljós að Íslendingar eru í 29. sæti á heimslista grasreykinga. Yfirvöld taka grasreykingar svo sannarlega alvarlega, hvort sem er neysla eða sala. Þótt fólk sé ekki sent í fangelsi sé það gripið með neysluskammta þá eru allir handteknir ef þeir finnast með efnin á sér.„Héldu hátíðargestum í heljargreipum“Gestir á Extreme Chill raftónlistarhátíðinni á Hellissandi í byrjun ágúst eru til vitnis um það. 29 voru handteknir á hátíðinni en gestir voru aðeins um 200. Hafa gestir og skipuleggjendur hátíðarinnar lýst yfir vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglu sem setti upp vegatálma, leitaði á fólki og fór inn í tjöld. Skipuleggjendur sögðu lögreglu hafa haldið hátíðargestum í heljargreipum. Síðast í dag fer hópurinn Vitbrigði Vesturlands fram á afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á Vesturlandi vegna framkomu lögreglu við gesti hátíðarinnar. Stuðningur fólks, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, við lögleiðingu kannabis hefur aukist undanfarin ár hér á landi. Þrátt fyrir það er viðhorf meirihlutans neikvætt. Notkun þess virðist svo sannarlega ekki vera eitthvað sem hinn venjulegi maður hefur uppi á borðum og er stoltur af. Greinin birtist fyrst á Iceland Magazine og er endurbirt hér lítið breytt í íslenskri þýðingu. Tengdar fréttir Segir kannabisreykingar hafa læknað sig af andlegum kvillum sínum Ung íslensk kona þakkar daglegum kannabisreykingum því hún geti nú lifað lífinu lifandi, gengið í skóla og rekið heimili – eitthvað sem hún hafi aldrei getað áður en kannabis kom til sögunnar. 21. júní 2015 13:43 Dæmdur sekur en ætlar ekki að borga: Sævar Poetrix hefur litlar áhyggjur af því að fara í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sævar Poetrix, rappara og rithöfund, til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir vörslu kannabiss. 26. júlí 2015 16:57 Kári varar við notkun kannabisefna: "Þetta er stórhættulegt fíkniefni“ Kári mætti í umræðuþáttinn Sprengisand í morgun þar sem hann skammaði þáttastjóranda fyrir að nefna dóttur sína til hliðar við "vesælan tengdason út í heimi“ segir sonur Bítilsins George Harrison. 23. ágúst 2015 13:19 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Daily Mail greindi frá því í vikunni að Íslendingar væru fremstir í flokki þegar kæmi að kannabisreykingum. Fyrirsögn fréttarinnar var: „Forget Amsterdam! Iceland smokes the most cannabis“ sem mætti þýða: „Gleymdu Amsterdam! Íslendingar reykja mest kannabis.“ Í fréttinni er ástæða þess að neysla kannabis á Íslandi sé svo mikil sögð vera sú að Íslendingar séu svo frjálslyndir og yfirvöld setji sig ekki upp á móti reykingunum. Umfjöllun Daily Mail, eins mest lesna fréttamiðils heimsins, hefur vakið töluverða athygli og verið deilt yfir 2000 sinnum. Þó er einn hængur á: Þótt fyrirsögnin sé grípandi og gæti litið út fyrir að ganga upp vegna þess hve Íslendingar séu heilt yfir frjálslyndir þá er fréttin, sem sumir íslenskir miðlar tóku upp, einfaldlega röng. Umfjöllunin byggir á kortum þar sem neysla fíkniefna og áfengis í Evrópu og Bandaríkjunum er skoðuð. Kortin byggja á tölfræði frá Sameinuðu þjóðunum. Í greininni segir að á milli 160-190 manns af 1000 á Íslandi reyki gras. Daily Mail veltir fyrir sér hvort ástæðan sé frjálslyndi í garð kannabis og hátt áfengisverð.Frjálslyndi og áfengisverð sögð líkleg ástæða „Marijúana er ólöglegt í landinu kalda en yfirvöld eru frjálslynd á þann hátt að neytendur fá aðeins lítils háttar sekt ef þeir eru staðnir að verki. Það er óljóst hvers vegna fíkniefnin eru svo vinsæl en það gæti verið vegna þess að bjór var bannaður á Íslandi þangað til fyrir 25 árum og áfengi er svo dýrt…“ segir í fréttinni sem er röng á marga vegu. Neysla kannabis á Íslandi er fjarri því að vera sú mesta í heiminum, yfirvöld setja sig sannarlega upp á móti neyslu þess og bjór er, þrátt fyrir allt, frekar ódýrt í samanburði við verðið á hinum Norðurlöndunum. Þótt neysla kannabis hafi aukist á Íslandi undanfarin ár, meðal annars vegna aukinnar ræktunar hér á landi, er Ísland ekki fremst í flokki þjóða þegar kemur að kannabis. Frétt Daily Mail er raunar endurunnin frétt sem birtist víða í miðlum erlendis í fyrra, meðal annars Washington Post.6,6% hið rétta hlutfall Gögnin frá Sameinuðu þjóðunum eru misskilin en þau byggja á gögnum sem Landlæknisembættið tók saman árið 2012. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var, með svörun upp á rúm 58%, þá höfðu 35,9% Íslendinga á aldrinum 18-67 einhvern tímann prófað kannabis. Af þeim sem sögðust hafa prófað einhvern tímann höfðu 18,3% reykt gras árið á undan. Þessar tölur nota Sameinuðu þjóðirnar og Daily Mail til að komast að niðurstöðunni að Íslendingar eru heimsmeistarar í kannabisreykingum. Rétta talan, sem ætti að nota í samanburðinum, er 6,6% sem er hlutfall Íslendinga sem reykti gras árið 2012. Væri rétta talan notuð kæmi í ljós að Íslendingar eru í 29. sæti á heimslista grasreykinga. Yfirvöld taka grasreykingar svo sannarlega alvarlega, hvort sem er neysla eða sala. Þótt fólk sé ekki sent í fangelsi sé það gripið með neysluskammta þá eru allir handteknir ef þeir finnast með efnin á sér.„Héldu hátíðargestum í heljargreipum“Gestir á Extreme Chill raftónlistarhátíðinni á Hellissandi í byrjun ágúst eru til vitnis um það. 29 voru handteknir á hátíðinni en gestir voru aðeins um 200. Hafa gestir og skipuleggjendur hátíðarinnar lýst yfir vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglu sem setti upp vegatálma, leitaði á fólki og fór inn í tjöld. Skipuleggjendur sögðu lögreglu hafa haldið hátíðargestum í heljargreipum. Síðast í dag fer hópurinn Vitbrigði Vesturlands fram á afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á Vesturlandi vegna framkomu lögreglu við gesti hátíðarinnar. Stuðningur fólks, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, við lögleiðingu kannabis hefur aukist undanfarin ár hér á landi. Þrátt fyrir það er viðhorf meirihlutans neikvætt. Notkun þess virðist svo sannarlega ekki vera eitthvað sem hinn venjulegi maður hefur uppi á borðum og er stoltur af. Greinin birtist fyrst á Iceland Magazine og er endurbirt hér lítið breytt í íslenskri þýðingu.
Tengdar fréttir Segir kannabisreykingar hafa læknað sig af andlegum kvillum sínum Ung íslensk kona þakkar daglegum kannabisreykingum því hún geti nú lifað lífinu lifandi, gengið í skóla og rekið heimili – eitthvað sem hún hafi aldrei getað áður en kannabis kom til sögunnar. 21. júní 2015 13:43 Dæmdur sekur en ætlar ekki að borga: Sævar Poetrix hefur litlar áhyggjur af því að fara í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sævar Poetrix, rappara og rithöfund, til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir vörslu kannabiss. 26. júlí 2015 16:57 Kári varar við notkun kannabisefna: "Þetta er stórhættulegt fíkniefni“ Kári mætti í umræðuþáttinn Sprengisand í morgun þar sem hann skammaði þáttastjóranda fyrir að nefna dóttur sína til hliðar við "vesælan tengdason út í heimi“ segir sonur Bítilsins George Harrison. 23. ágúst 2015 13:19 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Segir kannabisreykingar hafa læknað sig af andlegum kvillum sínum Ung íslensk kona þakkar daglegum kannabisreykingum því hún geti nú lifað lífinu lifandi, gengið í skóla og rekið heimili – eitthvað sem hún hafi aldrei getað áður en kannabis kom til sögunnar. 21. júní 2015 13:43
Dæmdur sekur en ætlar ekki að borga: Sævar Poetrix hefur litlar áhyggjur af því að fara í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sævar Poetrix, rappara og rithöfund, til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir vörslu kannabiss. 26. júlí 2015 16:57
Kári varar við notkun kannabisefna: "Þetta er stórhættulegt fíkniefni“ Kári mætti í umræðuþáttinn Sprengisand í morgun þar sem hann skammaði þáttastjóranda fyrir að nefna dóttur sína til hliðar við "vesælan tengdason út í heimi“ segir sonur Bítilsins George Harrison. 23. ágúst 2015 13:19