Yfirlýsing vegna Extreme Chill Festival Sigursteinn Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2015 06:00 Við erum Vestlendingar og höfum alltaf verið talsmenn lögreglunnar þar. Við þekkjum lögreglumenn og konur á öllu Vesturlandinu og höfum sum okkar í gegnum þau kynni kynnst þeim ljóta heimi sem þetta góða fólk þarf að takast á við. Við erum líka skapandi fólk og störfum við listir. Við erum stjórn Vitbrigða Vesturlands sem eru samtök skapandi, ungs fólks á Vesturlandi. Okkar félagsmenn búa í landshlutanum eða eru með tengingar þangað af einhverju tagi, en hafa það sameiginlegt að vilja starfa þar og efla menningu og mannlíf á sínum svæðum. Okkur hefur gengið það ágætlega og við deilum þeim göfuga draumi að vilja skapa frjótt og ögrandi umhverfi fyrir okkur og aðra til að dafna í.Þakklæti er drjúg umbun Við vinnum mikið að því að láta þessa drauma okkar verða að veruleika. Við leggjum líka allt í sölurnar til þess að svo verði. Oft er okkar hugmyndum og gjörningum tekið með fyrirvara en þegar ávöxturinn fer að sjást förum við að finna fyrir þakklæti heimafólks. Þegar það gerist erum við búin að leggja óendanlega vinnu á okkur. Meirihlutann af þessari vinnu fáum við aldrei greiddan í peningum og ef svo væri værum við öll rík ef við hefðum fengið fulla umbun fyrir þær sýningar, viðburði, listaverk og félagastarf sem við höfum unnið fyrir menninguna og samfélagið á Vesturlandi. Þakklæti íbúa eru þó drjúg umbun og klapp á bakið er gulls ígildi. Aftur á móti eru niðrandi orð og gjörðir særandi meira en orð fá lýst. Við höfum öll upplifað það að fara heim sár og leið eftir athugasemdir frá sveitungum og öðrum um okkar verk, verk Vitbrigðanna og listgreinanna sem við störfum við. Þessi neikvæðu og hrokafullu viðbrögð eru sprottin af vanþekkingu, fordómum og skilningsleysi en við erum einmitt að reyna að eyða því. Batnandi fólki er best að lifa og eftir lærdómsríkt ferli má fyrirgefa illa ígrundaðar athugasemdir. En hvað gerir maður þegar heilt lögregluembætti ákveður beinlínis að vinna skemmdarverk á tónlistarviðburði á Snæfellsnesi? Til okkar hafa streymt undanfarna daga fréttir af fólki sem er beinlínis skelfingu lostið eftir harkalega meðferð Lögreglunnar á Vesturlandi – sem okkur þykir vænt um eins og ég benti á í upphafi þessarar greinar. Við þekkjum til margra þeirra sem tóku þátt í þessum aðgerðum og við vitum að þetta fólk er ekki svona. Það er mjög mikilvægt að hafa góða gæslu á öllum þeim bæjar- og útihátíðum sem haldnar eru á Íslandi og allt of mörg fíkniefnamál komu upp á svona lítilli hátíð eins og Extreme Chill Festival er, einnig komu upp barnaverndarmál sem við erum mjög fegin að komu upp á yfirborðið svo hægt sé að grípa inn í þar sem þörf er á. Eins og sagt var í heimildarmyndinni „Bannað að vera fáviti“ um Eistnaflug á Neskaupstað var tekið fram að það munu alltaf koma dópistar sem varpa skugga á annars góða hátíð. En athyglisvert er að engin ofbeldismál komu upp á Hellisandi. Engum var nauðgað (að því sem við best vitum) og ekkert var skemmt og engu stolið ef marka má tilkynningu frá embættinu. Ef slíkt er borið saman við hinar ýmsu bæjarhátíðir um land allt, til að mynda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Eina með öllu á Akureyri, myndi hátíðin hafa þótt fara vel fram. Hins vegar eru fjölmargir gestir sem upplifa sig niðurlægða og það af lögreglunni á Vesturlandi. Fjölmargir gestir sem neyta ekki einu sinni tóbaks sem þurftu að afklæðast fyrir framan ókunnuga. Hver er ástæðan fyrir því að svona er komið fram við fólk?Óorði komið á Vesturland Skipuleggjendur Extreme Chill Festival eru ekki óreglufólk heldur löghlýðnir, vinnandi skattgreiðendur. Þau voru ekki að skipuleggja dópfestival. Frystiklefinn í Rifi er líka á svífandi siglingu og það skiptir reksturinn þar gríðarlega miklu máli að ekki komi upp neikvæð umfjöllun um staðinn sem getur hreinlega rústað þeirri miklu skipulagsvinnu sem fer í að byggja upp svona stað og viðburði. Það er vinna sem hefur tekið mörg ár. Aðgerðir Lögreglunnar á Vesturlandi eru að skemma þessa miklu vinnu sem skipuleggjendurnir hafa lagt í hátíðina. Þær koma einnig óorði á Vesturland sem menningarlandshluta og þar með er verið að skemma okkar vinnu og Vitbrigðanna svo um munar. Þess vegna erum við tilneydd til að fordæma þessar aðgerðir harðlega. Við hvetjum Úlfar Lúðvíksson til að biðjast afsökunar á því harðræði sem saklausir gestir hátíðarinnar urðu fyrir og skipuleggjendur Extreme Chill Festival fyrir skilningsleysi og yfirgang. Á sama tíma vonum við að þessi atvik verði til þess að allir læri af því sem gerðist og hátíðin haldi áfram og dafni um ókomin ár. Við vonum innilega að Pan Thorarensen muni halda ótrauður áfram að göfga menninguna á Vesturlandi. Það væri hræðilegt ef þessir atburðir yrðu til þess að Extreme Chill Festival yrði ekki haldið aftur á Hellissandi. Með virðingu til allra viðkomandi aðila, stjórn Vitbrigða Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum Vestlendingar og höfum alltaf verið talsmenn lögreglunnar þar. Við þekkjum lögreglumenn og konur á öllu Vesturlandinu og höfum sum okkar í gegnum þau kynni kynnst þeim ljóta heimi sem þetta góða fólk þarf að takast á við. Við erum líka skapandi fólk og störfum við listir. Við erum stjórn Vitbrigða Vesturlands sem eru samtök skapandi, ungs fólks á Vesturlandi. Okkar félagsmenn búa í landshlutanum eða eru með tengingar þangað af einhverju tagi, en hafa það sameiginlegt að vilja starfa þar og efla menningu og mannlíf á sínum svæðum. Okkur hefur gengið það ágætlega og við deilum þeim göfuga draumi að vilja skapa frjótt og ögrandi umhverfi fyrir okkur og aðra til að dafna í.Þakklæti er drjúg umbun Við vinnum mikið að því að láta þessa drauma okkar verða að veruleika. Við leggjum líka allt í sölurnar til þess að svo verði. Oft er okkar hugmyndum og gjörningum tekið með fyrirvara en þegar ávöxturinn fer að sjást förum við að finna fyrir þakklæti heimafólks. Þegar það gerist erum við búin að leggja óendanlega vinnu á okkur. Meirihlutann af þessari vinnu fáum við aldrei greiddan í peningum og ef svo væri værum við öll rík ef við hefðum fengið fulla umbun fyrir þær sýningar, viðburði, listaverk og félagastarf sem við höfum unnið fyrir menninguna og samfélagið á Vesturlandi. Þakklæti íbúa eru þó drjúg umbun og klapp á bakið er gulls ígildi. Aftur á móti eru niðrandi orð og gjörðir særandi meira en orð fá lýst. Við höfum öll upplifað það að fara heim sár og leið eftir athugasemdir frá sveitungum og öðrum um okkar verk, verk Vitbrigðanna og listgreinanna sem við störfum við. Þessi neikvæðu og hrokafullu viðbrögð eru sprottin af vanþekkingu, fordómum og skilningsleysi en við erum einmitt að reyna að eyða því. Batnandi fólki er best að lifa og eftir lærdómsríkt ferli má fyrirgefa illa ígrundaðar athugasemdir. En hvað gerir maður þegar heilt lögregluembætti ákveður beinlínis að vinna skemmdarverk á tónlistarviðburði á Snæfellsnesi? Til okkar hafa streymt undanfarna daga fréttir af fólki sem er beinlínis skelfingu lostið eftir harkalega meðferð Lögreglunnar á Vesturlandi – sem okkur þykir vænt um eins og ég benti á í upphafi þessarar greinar. Við þekkjum til margra þeirra sem tóku þátt í þessum aðgerðum og við vitum að þetta fólk er ekki svona. Það er mjög mikilvægt að hafa góða gæslu á öllum þeim bæjar- og útihátíðum sem haldnar eru á Íslandi og allt of mörg fíkniefnamál komu upp á svona lítilli hátíð eins og Extreme Chill Festival er, einnig komu upp barnaverndarmál sem við erum mjög fegin að komu upp á yfirborðið svo hægt sé að grípa inn í þar sem þörf er á. Eins og sagt var í heimildarmyndinni „Bannað að vera fáviti“ um Eistnaflug á Neskaupstað var tekið fram að það munu alltaf koma dópistar sem varpa skugga á annars góða hátíð. En athyglisvert er að engin ofbeldismál komu upp á Hellisandi. Engum var nauðgað (að því sem við best vitum) og ekkert var skemmt og engu stolið ef marka má tilkynningu frá embættinu. Ef slíkt er borið saman við hinar ýmsu bæjarhátíðir um land allt, til að mynda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Eina með öllu á Akureyri, myndi hátíðin hafa þótt fara vel fram. Hins vegar eru fjölmargir gestir sem upplifa sig niðurlægða og það af lögreglunni á Vesturlandi. Fjölmargir gestir sem neyta ekki einu sinni tóbaks sem þurftu að afklæðast fyrir framan ókunnuga. Hver er ástæðan fyrir því að svona er komið fram við fólk?Óorði komið á Vesturland Skipuleggjendur Extreme Chill Festival eru ekki óreglufólk heldur löghlýðnir, vinnandi skattgreiðendur. Þau voru ekki að skipuleggja dópfestival. Frystiklefinn í Rifi er líka á svífandi siglingu og það skiptir reksturinn þar gríðarlega miklu máli að ekki komi upp neikvæð umfjöllun um staðinn sem getur hreinlega rústað þeirri miklu skipulagsvinnu sem fer í að byggja upp svona stað og viðburði. Það er vinna sem hefur tekið mörg ár. Aðgerðir Lögreglunnar á Vesturlandi eru að skemma þessa miklu vinnu sem skipuleggjendurnir hafa lagt í hátíðina. Þær koma einnig óorði á Vesturland sem menningarlandshluta og þar með er verið að skemma okkar vinnu og Vitbrigðanna svo um munar. Þess vegna erum við tilneydd til að fordæma þessar aðgerðir harðlega. Við hvetjum Úlfar Lúðvíksson til að biðjast afsökunar á því harðræði sem saklausir gestir hátíðarinnar urðu fyrir og skipuleggjendur Extreme Chill Festival fyrir skilningsleysi og yfirgang. Á sama tíma vonum við að þessi atvik verði til þess að allir læri af því sem gerðist og hátíðin haldi áfram og dafni um ókomin ár. Við vonum innilega að Pan Thorarensen muni halda ótrauður áfram að göfga menninguna á Vesturlandi. Það væri hræðilegt ef þessir atburðir yrðu til þess að Extreme Chill Festival yrði ekki haldið aftur á Hellissandi. Með virðingu til allra viðkomandi aðila, stjórn Vitbrigða Vesturlands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun