Dæmdur sekur en ætlar ekki að borga: Sævar Poetrix hefur litlar áhyggjur af því að fara í fangelsi Bjarki Ármannsson skrifar 26. júlí 2015 16:57 Sævar mætti ekki fyrir héraðsdóm vegna kannabis-ákæru. Mynd/Sævar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sævar Poetrix, rappara og rithöfund, til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir vörslu kannabiss. Sævar hyggst ekki greiða sektina, en hann hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að honum beri ekki að hlýða úrskurði dómsins. „Það sem er merkilegast í þessu öllu saman er að dómurinn færir engin rök fyrir niðurstöðunni og það virðist ekki skipta neinu að lögreglan brjóti á stjórnarskránni, bæði gagnvart friðhelgi einkalífsins og með því að fara inn án dómsúrskurðar,“ segir Sævar, en lögregla gerði húsleit hjá honum þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefni. Sævar lýsti því yfir í ítarlegu bréfi til dómstólsins fyrir fyrirtöku málsins að hann hygðist ekki mæta fyrir dóm og að það væri beinlínis skylda sín að hlýða ekki „ranglæti“ réttarkerfisins. Hann segist ekki hafa skaðað neinn með því að eiga og neyta fíkniefna og að rökleysið sem felist í því að ákæra hann fyrir það „ofbjóði siðferðisvitund“ hans.Jóhannes Haukur leikari vakti mikla athygli fyrir neikvæð ummæli um ákvörðun Sævars.VísirÞarf að borga í næstu viku Dómur var kveðinn upp yfir Sævari þann 1. júlí síðastliðinn og honum gert að greiða sektina innan fjögurra vikna. Ef hann borgar ekki í næstu viku, kveður dómurinn á um að hann sæti fangelsi í sextán daga. „Ég veit ekki í hvaða fangelsi þeir ætla að troða mér, það er ekki pláss neins staðar,“ segir Sævar. „Ég hef litlar áhyggjur af því. Maður tekur bara góða bók og jógadýnu og notar þetta í betrun, ef að svo skyldi fara. Það gerist ekkert hræðilegt í fangelsi, nema ég kem kannski út skólaður í kókaíninnflutningi eða eitthvað.“Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að lögregla væri að reyna að hafa uppi á Sævari til að birta honum útivistarfyrirkall, en það jafngildir því að viðkomandi játi brot sitt með því að mæta ekki fyrir dóm. Svo fór að lögmanni Sævars var birt fyrirkallið þann 23. júní og Sævar dæmdur stuttu síðar.Sjá einnig: „Þetta eru bara dópistar“ „Eins og ég hef sagt áður, þá er þessi dómstóll dauður og ómerkur fyrir mér,“ segir hann. „Ef við erum með stjórnarskrá sem á að stýra lögum og reglum og héraðsdómstóll getur ekki farið eftir honum, hvað eigum við þá með svona dómstól að gera? Eigum við að taka mark á þessu? Ég er ekki lögfróðasti maðurinn en stjórnarskráin er eiginlega svona trompið í spilastokknum.“ Sævar gerir einnig athugasemd við það að héraðsdómur dæmir verjanda hans tæpar sex hundruð þúsund krónur í málsvarnarþóknun. „Fyrir eina greinargerð og að mæta tvisvar. Ég var vissulega í sambandi við lögmanninn minn og hann vann fyrir mig en ég velti því fyrir mér hvaða lögmaður á skilið hundruð þúsunda á klukkutímann fyrir að hoppa inn í héraðsdóm.“ Tengdar fréttir Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16 Sævar mætti ekki til fyrirtöku: Mun „að sjálfsögðu“ ekki borga sekt Rapparinn og rithöfundurinn Sævar Poetrix hefur enn ekki mætt fyrir héraðsdóm vegna kannabis-ákæru. Segist dæma dómstólinn "dauðan og ómerkan.“ 15. júní 2015 23:00 „Þetta eru bara dópistar“ Leikarinn Jóhannes Haukur svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi. 28. maí 2015 11:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sævar Poetrix, rappara og rithöfund, til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir vörslu kannabiss. Sævar hyggst ekki greiða sektina, en hann hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að honum beri ekki að hlýða úrskurði dómsins. „Það sem er merkilegast í þessu öllu saman er að dómurinn færir engin rök fyrir niðurstöðunni og það virðist ekki skipta neinu að lögreglan brjóti á stjórnarskránni, bæði gagnvart friðhelgi einkalífsins og með því að fara inn án dómsúrskurðar,“ segir Sævar, en lögregla gerði húsleit hjá honum þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefni. Sævar lýsti því yfir í ítarlegu bréfi til dómstólsins fyrir fyrirtöku málsins að hann hygðist ekki mæta fyrir dóm og að það væri beinlínis skylda sín að hlýða ekki „ranglæti“ réttarkerfisins. Hann segist ekki hafa skaðað neinn með því að eiga og neyta fíkniefna og að rökleysið sem felist í því að ákæra hann fyrir það „ofbjóði siðferðisvitund“ hans.Jóhannes Haukur leikari vakti mikla athygli fyrir neikvæð ummæli um ákvörðun Sævars.VísirÞarf að borga í næstu viku Dómur var kveðinn upp yfir Sævari þann 1. júlí síðastliðinn og honum gert að greiða sektina innan fjögurra vikna. Ef hann borgar ekki í næstu viku, kveður dómurinn á um að hann sæti fangelsi í sextán daga. „Ég veit ekki í hvaða fangelsi þeir ætla að troða mér, það er ekki pláss neins staðar,“ segir Sævar. „Ég hef litlar áhyggjur af því. Maður tekur bara góða bók og jógadýnu og notar þetta í betrun, ef að svo skyldi fara. Það gerist ekkert hræðilegt í fangelsi, nema ég kem kannski út skólaður í kókaíninnflutningi eða eitthvað.“Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að lögregla væri að reyna að hafa uppi á Sævari til að birta honum útivistarfyrirkall, en það jafngildir því að viðkomandi játi brot sitt með því að mæta ekki fyrir dóm. Svo fór að lögmanni Sævars var birt fyrirkallið þann 23. júní og Sævar dæmdur stuttu síðar.Sjá einnig: „Þetta eru bara dópistar“ „Eins og ég hef sagt áður, þá er þessi dómstóll dauður og ómerkur fyrir mér,“ segir hann. „Ef við erum með stjórnarskrá sem á að stýra lögum og reglum og héraðsdómstóll getur ekki farið eftir honum, hvað eigum við þá með svona dómstól að gera? Eigum við að taka mark á þessu? Ég er ekki lögfróðasti maðurinn en stjórnarskráin er eiginlega svona trompið í spilastokknum.“ Sævar gerir einnig athugasemd við það að héraðsdómur dæmir verjanda hans tæpar sex hundruð þúsund krónur í málsvarnarþóknun. „Fyrir eina greinargerð og að mæta tvisvar. Ég var vissulega í sambandi við lögmanninn minn og hann vann fyrir mig en ég velti því fyrir mér hvaða lögmaður á skilið hundruð þúsunda á klukkutímann fyrir að hoppa inn í héraðsdóm.“
Tengdar fréttir Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16 Sævar mætti ekki til fyrirtöku: Mun „að sjálfsögðu“ ekki borga sekt Rapparinn og rithöfundurinn Sævar Poetrix hefur enn ekki mætt fyrir héraðsdóm vegna kannabis-ákæru. Segist dæma dómstólinn "dauðan og ómerkan.“ 15. júní 2015 23:00 „Þetta eru bara dópistar“ Leikarinn Jóhannes Haukur svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi. 28. maí 2015 11:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16
Sævar mætti ekki til fyrirtöku: Mun „að sjálfsögðu“ ekki borga sekt Rapparinn og rithöfundurinn Sævar Poetrix hefur enn ekki mætt fyrir héraðsdóm vegna kannabis-ákæru. Segist dæma dómstólinn "dauðan og ómerkan.“ 15. júní 2015 23:00
„Þetta eru bara dópistar“ Leikarinn Jóhannes Haukur svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi. 28. maí 2015 11:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda