Kári varar við notkun kannabisefna: "Þetta er stórhættulegt fíkniefni“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2015 13:19 Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, reyndi að vera hippi á sínum sokkabandsárum og reykja kannabisefni en náði þó aldrei á þann stað að eigin sögn að verða afreksmaður í þeim efnum. Þetta sagði Kári í viðtali við Sigurjón Magnús Egilsson í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir félagar meðal annars hippatímann, Bítlana og skaðsemi kannabisefna á heilann. Kári rifjaði upp fyrir Sigurjóni þegar hann heyrði í fyrsta skiptið í Bítlunum. Hann var 13 til 14 ára gamall uppi í risi heima hjá Ingólfi Margeirssyni heitnum, sem var mikill vinur Kára á þeim tíma. Þeir höfðu verið beðnir um að passa fimm ára gamlan systurson Ingólfs, Óla Flosa. „Ingólfur dró upp þessa plötu og ég man að við spiluðum þetta í tætlur. Okkur fannst þetta sniðugt í þá daga en annars finnst mér tónlist Bítlana yfirborðsleg og ekki mikið í hana varið almennt.“Dhani og Sólveig.Vísir/GettySmekklaus karlremba að minnast á dóttur sína til hliðar við vesælan tengdason Kári sagðist hafa verið mikill John Lennon maður enda vildi Kári alltaf vera sósíalisti. Þegar Sigurjón spurði Kára hvort afstaða hans til Bítlanna hefði breyst eftir að Sólveig Káradóttir giftist syni Bítilsins George Harrison, Dhani, brást Kári illa við, en á sinn gamansama hátt. „Mér finnst ekki merkilegast við Sólveigu dóttur mína að hún sé eiginkona sonar George Harrison. Það sem mér finnst merkilegast við hana hvað hún er dugleg og flott. Hún hefur á einu og hálfu ári náð að byggja upp tískufyrirtæki út í heimi sem er búið að koma vörum sínum í allar stærstu tískuverslanir heims. Harðdugleg, mjög skapandi og flott ung kona.“ Sigurjón spurði hvort þetta væri séríslenskt fyrirbæri að minnast á tengdasoninn frekar en dótturina. „Ég held að það stafi bara af því að þú er svona klassísk smekklaus karlremba. Hvernig dettur þér það í hug að tala um dóttur mína bara svona til hliðar og beina augum að einhverjum litlum vesælum tengdasyni út í heimi,“ svaraði Kári í léttum dúr. Hann segir sumt af því sem Bítlarnir gerðu hafa verið sniðugt og haft töluvert mikil áhrif. Bob Dylan var hins vegar málið. „Hann var trúbador okkar hippana og þessa fólks sem vildi breyta heiminum á dramatískan hátt. Fljótlega eftir það urðu þeir hljóð hins yfirborðslega og Bob Dylan og félagarnir urðu aðalatriðið. Maður spilaði ekki Bítlana í Keflavíkurgöngunni heldur Bob Dylan.“Kannabis stórhættulegt fíkniefni Talið barst að hippatímabilinu og Sigurjón spurði Kára hvort hann hefði reykt hass. „Ég gerði ekki mikið af því. Ég var aldrei afreksmaður í því. Það hafði ekki endilega sérstaklega góð áhrif á mig. En við héldum því fram á þeim tíma í þessari skrýtnu grunnhyggni æskunnar að kannabis væru hættulaust og jafnvel göfgandi, sem er náttúrlega algjör vitleysa. Þetta er stórhættulegt fíkniefni. Hættulegt að mörgu leyti vegna þess að kannabínól er svo fituleysanlegt. Þetta hangir í heilanum svo lengi og þetta tekur frá mönnum lífslöngunina, löngunina til að gera eitthvað. Ég held að menn ættu að halda sig við súkkulaðið, það er svo gott.“ Hann sagði menn iðulega deila um það hvort þetta fíkniefni eða hitt er hættulegra. Kári heldur því hins vegar fram að öll fíkniefni séu meira og minna hættuleg. Sagðist hann telja alkóhólið hættulegra en kannabis því það er svo auðsótt og viðurkennt. Allt er þetta þó hættulegt að hans sögn.Breyta starfsemi heilans „Þú ert að fikta í heilanum á þér,“ sagði Kári og sagði manneskjuna í raun vera heilann, líffærið sem skapar henni hugsanir og tilfinningar. „Og þú ert að hella vökva og soga að þér reyk til að breyta starfsemi þess líffæris. Þetta er hættulegt og ber að forðast. Okkur hefur mörgum gengið illa að forðast þetta. En ég að það sé mikið á sig leggjandi til þess,“ sagði Kári. Hann sagði ákveðnar brautir heilans endurstillast við neyslu fíkniefna, brautir sem nýtast til að búa til ánægju. Í byrjun hafi fíkniefnið jákvæð áhrif en ekki þarf mikla neyslu þannig að manneskjan þarfnist fíkniefnisins til að komast í eðlilega stöðu. Kári ráðlagði hlustendum að halda sig frá þessu og lesa þess í stað góða bók, hlusta á góða tónlist og borða súkkulaði. Tengdar fréttir Kári segir Íslendinga ætla að afklæðast sjálfsvirðingunni til að spara fé Ef Íslendingar hætta við að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum breytast þeir í prinsipplausa aula sem enginn vill heimsækja. 21. ágúst 2015 10:03 Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Sólveig Káradóttir: Mætti með bítlasoninn Dhani til Yoko „Ég vil ekkert tjá mig um þetta og ætli ég haldi mig ekki bara við aðstoðarmanna-söguna,“ segir fyrirsætan og sálfræðineminn Sólveig Káradóttir. Sólveig, sem er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE, hefur þráfaldlega verið orðuð við Dhani Harrison, son Bítilsins George Harrison og Oliviu Harrison. Þær sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar þau mættu saman í móttöku borgarstjóra Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eftir að hafa fylgst með ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, kveikja á Friðarsúlunni úti í Viðey. 11. október 2007 07:30 Kári tekjuhæstur á árinu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar. 25. júlí 2015 09:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, reyndi að vera hippi á sínum sokkabandsárum og reykja kannabisefni en náði þó aldrei á þann stað að eigin sögn að verða afreksmaður í þeim efnum. Þetta sagði Kári í viðtali við Sigurjón Magnús Egilsson í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir félagar meðal annars hippatímann, Bítlana og skaðsemi kannabisefna á heilann. Kári rifjaði upp fyrir Sigurjóni þegar hann heyrði í fyrsta skiptið í Bítlunum. Hann var 13 til 14 ára gamall uppi í risi heima hjá Ingólfi Margeirssyni heitnum, sem var mikill vinur Kára á þeim tíma. Þeir höfðu verið beðnir um að passa fimm ára gamlan systurson Ingólfs, Óla Flosa. „Ingólfur dró upp þessa plötu og ég man að við spiluðum þetta í tætlur. Okkur fannst þetta sniðugt í þá daga en annars finnst mér tónlist Bítlana yfirborðsleg og ekki mikið í hana varið almennt.“Dhani og Sólveig.Vísir/GettySmekklaus karlremba að minnast á dóttur sína til hliðar við vesælan tengdason Kári sagðist hafa verið mikill John Lennon maður enda vildi Kári alltaf vera sósíalisti. Þegar Sigurjón spurði Kára hvort afstaða hans til Bítlanna hefði breyst eftir að Sólveig Káradóttir giftist syni Bítilsins George Harrison, Dhani, brást Kári illa við, en á sinn gamansama hátt. „Mér finnst ekki merkilegast við Sólveigu dóttur mína að hún sé eiginkona sonar George Harrison. Það sem mér finnst merkilegast við hana hvað hún er dugleg og flott. Hún hefur á einu og hálfu ári náð að byggja upp tískufyrirtæki út í heimi sem er búið að koma vörum sínum í allar stærstu tískuverslanir heims. Harðdugleg, mjög skapandi og flott ung kona.“ Sigurjón spurði hvort þetta væri séríslenskt fyrirbæri að minnast á tengdasoninn frekar en dótturina. „Ég held að það stafi bara af því að þú er svona klassísk smekklaus karlremba. Hvernig dettur þér það í hug að tala um dóttur mína bara svona til hliðar og beina augum að einhverjum litlum vesælum tengdasyni út í heimi,“ svaraði Kári í léttum dúr. Hann segir sumt af því sem Bítlarnir gerðu hafa verið sniðugt og haft töluvert mikil áhrif. Bob Dylan var hins vegar málið. „Hann var trúbador okkar hippana og þessa fólks sem vildi breyta heiminum á dramatískan hátt. Fljótlega eftir það urðu þeir hljóð hins yfirborðslega og Bob Dylan og félagarnir urðu aðalatriðið. Maður spilaði ekki Bítlana í Keflavíkurgöngunni heldur Bob Dylan.“Kannabis stórhættulegt fíkniefni Talið barst að hippatímabilinu og Sigurjón spurði Kára hvort hann hefði reykt hass. „Ég gerði ekki mikið af því. Ég var aldrei afreksmaður í því. Það hafði ekki endilega sérstaklega góð áhrif á mig. En við héldum því fram á þeim tíma í þessari skrýtnu grunnhyggni æskunnar að kannabis væru hættulaust og jafnvel göfgandi, sem er náttúrlega algjör vitleysa. Þetta er stórhættulegt fíkniefni. Hættulegt að mörgu leyti vegna þess að kannabínól er svo fituleysanlegt. Þetta hangir í heilanum svo lengi og þetta tekur frá mönnum lífslöngunina, löngunina til að gera eitthvað. Ég held að menn ættu að halda sig við súkkulaðið, það er svo gott.“ Hann sagði menn iðulega deila um það hvort þetta fíkniefni eða hitt er hættulegra. Kári heldur því hins vegar fram að öll fíkniefni séu meira og minna hættuleg. Sagðist hann telja alkóhólið hættulegra en kannabis því það er svo auðsótt og viðurkennt. Allt er þetta þó hættulegt að hans sögn.Breyta starfsemi heilans „Þú ert að fikta í heilanum á þér,“ sagði Kári og sagði manneskjuna í raun vera heilann, líffærið sem skapar henni hugsanir og tilfinningar. „Og þú ert að hella vökva og soga að þér reyk til að breyta starfsemi þess líffæris. Þetta er hættulegt og ber að forðast. Okkur hefur mörgum gengið illa að forðast þetta. En ég að það sé mikið á sig leggjandi til þess,“ sagði Kári. Hann sagði ákveðnar brautir heilans endurstillast við neyslu fíkniefna, brautir sem nýtast til að búa til ánægju. Í byrjun hafi fíkniefnið jákvæð áhrif en ekki þarf mikla neyslu þannig að manneskjan þarfnist fíkniefnisins til að komast í eðlilega stöðu. Kári ráðlagði hlustendum að halda sig frá þessu og lesa þess í stað góða bók, hlusta á góða tónlist og borða súkkulaði.
Tengdar fréttir Kári segir Íslendinga ætla að afklæðast sjálfsvirðingunni til að spara fé Ef Íslendingar hætta við að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum breytast þeir í prinsipplausa aula sem enginn vill heimsækja. 21. ágúst 2015 10:03 Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Sólveig Káradóttir: Mætti með bítlasoninn Dhani til Yoko „Ég vil ekkert tjá mig um þetta og ætli ég haldi mig ekki bara við aðstoðarmanna-söguna,“ segir fyrirsætan og sálfræðineminn Sólveig Káradóttir. Sólveig, sem er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE, hefur þráfaldlega verið orðuð við Dhani Harrison, son Bítilsins George Harrison og Oliviu Harrison. Þær sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar þau mættu saman í móttöku borgarstjóra Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eftir að hafa fylgst með ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, kveikja á Friðarsúlunni úti í Viðey. 11. október 2007 07:30 Kári tekjuhæstur á árinu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar. 25. júlí 2015 09:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Kári segir Íslendinga ætla að afklæðast sjálfsvirðingunni til að spara fé Ef Íslendingar hætta við að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum breytast þeir í prinsipplausa aula sem enginn vill heimsækja. 21. ágúst 2015 10:03
Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30
Sólveig Káradóttir: Mætti með bítlasoninn Dhani til Yoko „Ég vil ekkert tjá mig um þetta og ætli ég haldi mig ekki bara við aðstoðarmanna-söguna,“ segir fyrirsætan og sálfræðineminn Sólveig Káradóttir. Sólveig, sem er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE, hefur þráfaldlega verið orðuð við Dhani Harrison, son Bítilsins George Harrison og Oliviu Harrison. Þær sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar þau mættu saman í móttöku borgarstjóra Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eftir að hafa fylgst með ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, kveikja á Friðarsúlunni úti í Viðey. 11. október 2007 07:30
Kári tekjuhæstur á árinu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar. 25. júlí 2015 09:44