Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 19:38 Lögreglan hélt uppi markvissu eftirliti á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur og aðstandendur Extreme Chill Festival sem haldin var um helgina á Hellissandi eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglunnar og saka hana um að hafa haldið „hátíðargestum í heljargreipum“. Í yfirlýsingu frá aðstandendum Extreme Chill Festival kemur fram megn óánægja með vinnubrögð lögreglunnar. „Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn.“ Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi komu 29 fíkniefnamál upp um helgina hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jafnframt segir að flest þeirra hafi verið tengd gestum tónleikanna Extreme Chill Festival.Segja að lögreglunni hafi verið boðið á svæðið Í yfirlýsingunni segir að lögreglunni hafi verið boðið inn á svæðið af aðstandendum hátíðarinnar en að hún hafi haft meiri áhuga á því hvað væri á seyði innan veggja félagsheimilsins Rastar á Hellisandi. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins.“Sjá einnig: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð. Telja skipuleggjendur að þau fíkniefnabrot sem lögreglan hafi talað um í yfirlýsingu sinni hafi ekki verið framin á tónleikasvæði hátíðarinnar. „Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu.“ Hyggjast aðstandendur hátíðarinnar leita réttar síns vegna þessa máls og hafa leitað til Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, um aðstoð. „Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra.“ Yfirlýsing frá aðstandendum Extreme Chill Festival í heild sinni:„Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag 10.ágúst af "Extreme Chill Festival" sem haldin var 7.-9.ágúst s.l. langar okkur aðstandendum hátíðarinnar að koma á framfæri okkar hlið og upplifun af viðbrögðum lögreglu á tónlistarhátíð okkar í félagsheimilinu Röst á Hellissandi s.l. helgi. Hátíðin sem hefur verið haldin frá árinu 2009 hefur alltaf farið fram í góðri samvinnu við bæjarfélagið og lögreglu fram að þessu. Aldrei hafa komið fram ofbeldismál eða önnur lögreglumál á hátíðinni sem er lítil 200 manna raftónlistarhátíð þar sem koma fram 25 framúrskarandi listamenn á sínu sviði bæði erlendir og innlendir. Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn. Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins. Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu. Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra. Hátíðin sjálf gekk vel í alla staði og kom fólk á öllum aldri, fjölskyldur, vinir og fagmenn úr tólistarheiminum til að upplifa þennan einstaka menningarviðburð. Viljum við þakka þeim sem mættu og tóku þátt með okkur í ár. Með bestu kveðju, F.h. Extreme Chill Festival - Undir Jökli Pan Thorarensen & Guðrún Lárusdóttir“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Skipuleggjendur og aðstandendur Extreme Chill Festival sem haldin var um helgina á Hellissandi eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglunnar og saka hana um að hafa haldið „hátíðargestum í heljargreipum“. Í yfirlýsingu frá aðstandendum Extreme Chill Festival kemur fram megn óánægja með vinnubrögð lögreglunnar. „Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn.“ Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi komu 29 fíkniefnamál upp um helgina hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jafnframt segir að flest þeirra hafi verið tengd gestum tónleikanna Extreme Chill Festival.Segja að lögreglunni hafi verið boðið á svæðið Í yfirlýsingunni segir að lögreglunni hafi verið boðið inn á svæðið af aðstandendum hátíðarinnar en að hún hafi haft meiri áhuga á því hvað væri á seyði innan veggja félagsheimilsins Rastar á Hellisandi. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins.“Sjá einnig: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð. Telja skipuleggjendur að þau fíkniefnabrot sem lögreglan hafi talað um í yfirlýsingu sinni hafi ekki verið framin á tónleikasvæði hátíðarinnar. „Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu.“ Hyggjast aðstandendur hátíðarinnar leita réttar síns vegna þessa máls og hafa leitað til Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, um aðstoð. „Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra.“ Yfirlýsing frá aðstandendum Extreme Chill Festival í heild sinni:„Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag 10.ágúst af "Extreme Chill Festival" sem haldin var 7.-9.ágúst s.l. langar okkur aðstandendum hátíðarinnar að koma á framfæri okkar hlið og upplifun af viðbrögðum lögreglu á tónlistarhátíð okkar í félagsheimilinu Röst á Hellissandi s.l. helgi. Hátíðin sem hefur verið haldin frá árinu 2009 hefur alltaf farið fram í góðri samvinnu við bæjarfélagið og lögreglu fram að þessu. Aldrei hafa komið fram ofbeldismál eða önnur lögreglumál á hátíðinni sem er lítil 200 manna raftónlistarhátíð þar sem koma fram 25 framúrskarandi listamenn á sínu sviði bæði erlendir og innlendir. Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn. Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins. Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu. Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra. Hátíðin sjálf gekk vel í alla staði og kom fólk á öllum aldri, fjölskyldur, vinir og fagmenn úr tólistarheiminum til að upplifa þennan einstaka menningarviðburð. Viljum við þakka þeim sem mættu og tóku þátt með okkur í ár. Með bestu kveðju, F.h. Extreme Chill Festival - Undir Jökli Pan Thorarensen & Guðrún Lárusdóttir“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23