Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 14:30 Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Sjá meira