Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 14:30 Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira