Framkvæmdastjóri KSÍ hættir: Tímabært að hverfa til annarra starfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 10:43 Þórir Hákonarson hættir hjá KSÍ eftir átta ára starf. vísir/stefán Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“ Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“
Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira