Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2015 19:50 Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við makrílfrumvarpið þótt sjávarútvegsráðherra hafi dregið verulega í land frá upprunalegri útgáfu þess. Þá vill hún skoða enn frekari breytingar á frumvarpi um veiðigjöld sem nefndin afgreiddi frá sér í dag. Mörg af stærstu deilumálunum á Alþingi í vetur hafa verið til meðferðar hjá atvinnuveganefnd. Í morgun afgreiddi nefndin breytingar við frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld og leggur til að þau hækki um rúmlega 12 prósent á næsta fiskveiðiári. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að veiðigjöldin verði 9,6 milljarðar í stað 8,5 milljarða á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá aukist afslættir af gjaldinu til minni útgerða og verði um 300 milljónir króna. Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd segir hækkun veiðigjaldanna ekki segja alla söguna. „Í heildina litið eru veiðigjöldin að lækka frá því að frumvarpið var lagt fram. Það eru þarna innbyrðis breytingar milli bolfisksins og uppsjávarfisksins sem felur í sér lækkun veiðigjalda,“ segir Lilja Rafney.Gerði breytingartillögu í gær Minnihlutinn telji að auka megi afsláttinn til minni og meðalstórra útgerðanna. „En aftur á móti að uppsjávarfyrirtækin og stóru útgerðirnar beri hærri veiðigjöld en verið er að leggja til þarna,“ segir Lilja Rafney. Sjávarútvegsráðherra gerði breytingartillögu á eigin frumvarpi um makrílinn í gær þannig að aflahlutdeild, eða kvóti, í honum verði nú í fyrsta skipti einungis gefinn út til eins árs. En hingað til hefur heildarkvóti fyrir allan flotann verið gefinn út. Stjórnarandstaðan vill fresta málinu alfarið fram á haustþing. Lilja Rafney segir að með því að setja makrílinn inn í kvótakerfið þótt úthlutun aflaheimilda verði bara til eins árs feli í sér stað mikla grundvallarbreytingu. Með því myndist væntingar um að þannig verði það áfram með tilheyrandi verðmætum og framsali. „Við skulum nú sjá til og vonandi verður það þannig að ráðherra sjái það að það er skynsamlegt að fresta þessu stóra máli fram á haustið. Það eru nú ekki nema um tíu vikur þangað til þing kemur aftur saman í september,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. 23. júní 2015 18:30 Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Formaður atvinnuveganefndar segir óvíst hvort makrílfrumvarpið verði afgreitt úr nefnd í næstu viku og hvort menn kjósi að afgreiða það í sátt eða ekki. 18. júní 2015 13:29 Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Ólíklegt að stjórn og stjórnarandstaða nái sátt um makrílfrumvarpið. Talsmenn undirskriftasöfnunar segja margt enn óskýrt í breytingatillögum. 18. júní 2015 19:30 Huginn VE fann makríl djúpt suður af Eyjum Huginn VE búinn að finna makríl djúpt suður af Vestmannaeyjum 19. júní 2015 17:42 Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. 24. júní 2015 09:00 Saka sjávarútvegsráðherra um klækjapólitík og forkastanleg vinnubrögð Landssamband smábátaeigenda lýsir yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherrans í makrílmálinu og krefst þess að hún verði dregin til baka 17. júní 2015 18:36 Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við makrílfrumvarpið þótt sjávarútvegsráðherra hafi dregið verulega í land frá upprunalegri útgáfu þess. Þá vill hún skoða enn frekari breytingar á frumvarpi um veiðigjöld sem nefndin afgreiddi frá sér í dag. Mörg af stærstu deilumálunum á Alþingi í vetur hafa verið til meðferðar hjá atvinnuveganefnd. Í morgun afgreiddi nefndin breytingar við frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld og leggur til að þau hækki um rúmlega 12 prósent á næsta fiskveiðiári. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að veiðigjöldin verði 9,6 milljarðar í stað 8,5 milljarða á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá aukist afslættir af gjaldinu til minni útgerða og verði um 300 milljónir króna. Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd segir hækkun veiðigjaldanna ekki segja alla söguna. „Í heildina litið eru veiðigjöldin að lækka frá því að frumvarpið var lagt fram. Það eru þarna innbyrðis breytingar milli bolfisksins og uppsjávarfisksins sem felur í sér lækkun veiðigjalda,“ segir Lilja Rafney.Gerði breytingartillögu í gær Minnihlutinn telji að auka megi afsláttinn til minni og meðalstórra útgerðanna. „En aftur á móti að uppsjávarfyrirtækin og stóru útgerðirnar beri hærri veiðigjöld en verið er að leggja til þarna,“ segir Lilja Rafney. Sjávarútvegsráðherra gerði breytingartillögu á eigin frumvarpi um makrílinn í gær þannig að aflahlutdeild, eða kvóti, í honum verði nú í fyrsta skipti einungis gefinn út til eins árs. En hingað til hefur heildarkvóti fyrir allan flotann verið gefinn út. Stjórnarandstaðan vill fresta málinu alfarið fram á haustþing. Lilja Rafney segir að með því að setja makrílinn inn í kvótakerfið þótt úthlutun aflaheimilda verði bara til eins árs feli í sér stað mikla grundvallarbreytingu. Með því myndist væntingar um að þannig verði það áfram með tilheyrandi verðmætum og framsali. „Við skulum nú sjá til og vonandi verður það þannig að ráðherra sjái það að það er skynsamlegt að fresta þessu stóra máli fram á haustið. Það eru nú ekki nema um tíu vikur þangað til þing kemur aftur saman í september,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. 23. júní 2015 18:30 Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Formaður atvinnuveganefndar segir óvíst hvort makrílfrumvarpið verði afgreitt úr nefnd í næstu viku og hvort menn kjósi að afgreiða það í sátt eða ekki. 18. júní 2015 13:29 Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Ólíklegt að stjórn og stjórnarandstaða nái sátt um makrílfrumvarpið. Talsmenn undirskriftasöfnunar segja margt enn óskýrt í breytingatillögum. 18. júní 2015 19:30 Huginn VE fann makríl djúpt suður af Eyjum Huginn VE búinn að finna makríl djúpt suður af Vestmannaeyjum 19. júní 2015 17:42 Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. 24. júní 2015 09:00 Saka sjávarútvegsráðherra um klækjapólitík og forkastanleg vinnubrögð Landssamband smábátaeigenda lýsir yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherrans í makrílmálinu og krefst þess að hún verði dregin til baka 17. júní 2015 18:36 Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. 23. júní 2015 18:30
Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Formaður atvinnuveganefndar segir óvíst hvort makrílfrumvarpið verði afgreitt úr nefnd í næstu viku og hvort menn kjósi að afgreiða það í sátt eða ekki. 18. júní 2015 13:29
Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Ólíklegt að stjórn og stjórnarandstaða nái sátt um makrílfrumvarpið. Talsmenn undirskriftasöfnunar segja margt enn óskýrt í breytingatillögum. 18. júní 2015 19:30
Huginn VE fann makríl djúpt suður af Eyjum Huginn VE búinn að finna makríl djúpt suður af Vestmannaeyjum 19. júní 2015 17:42
Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. 24. júní 2015 09:00
Saka sjávarútvegsráðherra um klækjapólitík og forkastanleg vinnubrögð Landssamband smábátaeigenda lýsir yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherrans í makrílmálinu og krefst þess að hún verði dregin til baka 17. júní 2015 18:36
Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. 19. júní 2015 07:00