Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Svavar Hávarðsson skrifar 24. júní 2015 09:00 Smábátasjómenn hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira