Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 19:30 Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira