Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 19:30 Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira