Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu 19. júní 2015 07:00 Makrílveiðar smábáta víða um land hafa gefist vel. mynd/jónjónsson örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira
örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira