Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu 19. júní 2015 07:00 Makrílveiðar smábáta víða um land hafa gefist vel. mynd/jónjónsson örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira